1. september 2025
1. september 2025
Nýjar lóðir í ágúst
- 120 nýjar lóðir í ágúst
- Flestar í Bláksógabyggð eða 34
Nú í ágúst voru 120 lóðir stofnaðar. Flestar sumarhúsalóðir eða 43, stærsti hluti þeirra í Bláskógabyggð eða 31, 10 sumarhúsalóðir voru stofnaðar í Múlaþingi. Íbúðarhúsalóðir voru 33 flestar í Sveitarfélaginu Ölfusi og í Skagafirði eða 11 á báðum stöðum. 12 vegsvæði voru staðfest mest í Rangárþingi ytra eða vegna Hagabrautar vegnúmer 286 en við uppbyggingu 7,4 km langs kafla á Hagabraut milli Landvegar og Reiðholt í Holtum, þá þurfti að stofna land undir vegsvæðið. Atvinnulóðir voru 18 og dreifast þær nokkuð jafnt yfir stærri sveitarfélögin. 10 eignir eru með notkunina lóð eða annað land. Ein jörð var stofnuð og fengu þrjár eignir skráninguna íbúðar- og atvinnulóð.