1. september 2025

Íbúðir fyrir tekju- og eignaminni á Þórshöfn orðnar fokheldar

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Raðhús með fjórum íbúðum að Miðholti 21–27 á Þórshöfn í Langanesbyggð er nú orðið fokhelt. Að verkefninu stendur Brák íbúðafélag sem vinnur að því að fjölga hagkvæmum leiguíbúðum fyrir tekju- og eignaminni fjölskyldur. Byggingaraðili er Dawid Smiður ehf.

Verkefnið hlaut samþykkt stofnframlag í fyrstu úthlutun ársins 2024 og er fjármagnað með stofnframlagi frá ríki og sveitarfélagi ásamt sérstöku byggðaframlagi.

„Allt frá 2010 hafði ekkert húsnæði verið byggt á Þórshöfn og neyðarástand var að skapast í húsnæðismálum, einkum hvað varðar leiguíbúðir. Með samningi við Brák hefur tekist að leysa úr brýnasta vanda í byggingu leiguíbúða í Langanesbyggð. Við bindum jafnframt vonir við áframhaldandi samstarf við félagið, þar sem tilbúin er lóð við sömu götu og núverandi raðhús standa. Takist að fá framlag til slíks samstarfs er sveitarfélagið komið vel fyrir horn næstu 2–3 ár hvað varðar leiguhúsnæði,“ segir Björn S. Lárusson, sveitarstjóri Langanesbyggðar.

Með framkvæmdunum er stigið mikilvægt skref í átt að fjölbreyttara og tryggara húsnæðisframboði á Þórshöfn og í Langanesbyggð.

Verkefnið er hluti af Tryggð byggð – samstarfsvettvangi um húsnæðisuppbyggingu á landsbyggðinni.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS