30. desember 2024

Nýjar leiguíbúðir afhentar á Egilsstöðum

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Brák íbúðafélag hses. fékk afhent á dögunum 10 nýjar leiguíbúðir á Egilsstöðum. Framkvæmdum lauk á dögunum, en verktakafyrirtækið Esjuslóð ehf. sá um að ljúka frágangi íbúðanna. Íbúðirnar eru nú þegar flestar komnar í útleigu en þær eru sérstaklega áætlaðar fyrir tekju- og eignaminna fólk á vinnumarkaði. Fjármögnun verkefnisins var unnin með stuðningi stofnframlaga ríkis og sveitarfélags ásamt leiguíbúðaláni frá HMS sem var greitt út meðan á framkvæmdum stóð.

Auk þess hefur Brák þegar hafið undirbúning að byggingu fleiri íbúða á Egilsstöðum. Félagið hefur fengið samþykkt stofnframlög fyrir 10 íbúðum til viðbótar, sem munu styrkja leigumarkaðinn á Austurlandi enn frekar.

Brák er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum aðgengi að íbúðum í langtímaleigu með því að kaupa eða byggja, eiga og hafa umsjón með rekstri og viðhaldi íbúðanna.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS