9. febrúar 2021

Ný könnun landshlutasamtaka sveitarfélaganna á búsetuskilyrðum og hamingju landsmanna

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

 

 

Vestmannaeyjar, Akureyri og Eyjafjörður eru þau svæði sem best koma út í heildarstigagjöf í nýrri skoðanakönnun á búsetuskilyrðum, hamingju og viðhorfi til síns sveitarfélags. Að könnuninni stóðu landshlutasamtök sveitarfélaga á landinu ásamt Byggðastofnun og var hún gerð á íslensku, ensku og pólsku í september og október síðastliðnum. Niðurstöðurnar byggja á svörum frá 10.253 þátttakendum. Þetta er í fyrsta sinn sem svo víðtæk könnun um þessi efni nær til allra svæða landsins og er markmiðið að hún verði eftirleiðis gerð á 2-3 ára fresti og geti verið sveitarfélögum og stjórnvöldum mikilvægt tæki í búsetu- og byggðaþróun. 

Í könnuninni er spurt um 40 búsetuþætti eins og friðsæld, loftgæði, skólamál, atvinnuöryggi, launatekjur, húsnæðismál, nettengingar, vegakerfi, vöruverð, þjónustu við fatlaða og aldraða, rafmagn, ásýnd bæja og sveita, almenningssamgöngur og margt fleira. 

Víða er mælanleg aukin jákvæðni með húsnæðismarkað á svæðum sem og með minni umferðarþunga á vegum, sem hvort tveggja má m.a. tengja minni umsvifum í ferðaþjónustu.

Þegar niðurstöðurnar eru bornar saman við fyrri íbúakönnun árið 2017 sést að heildareinkunn lækkaði mest í Reykjanesbæ á þessu tímabili. Hins vegar hækkuðu einkunnir í Suðurnesjabæ og í Grindavík frá fyrri könnun. Áhrifa kórónuveirufaraldursins gætir bæði á neikvæðan og jákvæðan hátt þegar niðurstöður kannananna eru bornar saman.

Könnunina má nálgast hér og frétt um könnunina á vef Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi má nálgast hér.

 

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS