2. janúar 2025
8. september 2021
Norræna ráðstefnan um vistvæna mannvirkjagerð 27.september færð á netið
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Ráðstefnan Nordic Climate Forum for Construction fer fram þann 27. september 2021 en ákveðið hefur verið að færa viðburðinn alfarið yfir í rafrænt form, en áður var áformað að hafa hann á Grand hótel. Sökum stöðunnar á kórónuveirufaraldrinum og takmarkanna hér á landi var sú ákvörðun tekin að hafa viðburðinn rafrænan líkt og í fyrra.
Ráðstefnan Nordic Climate Forum for Construction fer fram þann 27. september 2021 en ákveðið hefur verið að færa viðburðinn alfarið yfir í rafrænt form, en áður var áformað að hafa hann á Grand hótel. Sökum stöðunnar á kórónuveirufaraldrinum og takmarkanna hér á landi var sú ákvörðun tekin að hafa viðburðinn rafrænan líkt og í fyrra.
Það kemur þó ekki að sök enda flestir orðnir vanir rafrænum viðburðum og dagskráin á ráðstefnunni stórglæsileg. Dagskránni hefur verið lítillega breytt og hún stytt, en hana má finna hér að neðan. Því miður þurfum við að byrja dagskrána ansi snemma á íslenskum tíma, en sú tímasetning var ákveðin með hliðsjón af tímabelti hinna Norðurlandanna, þar sem þau eru bæði á undan okkur og eftir. Að sama skapi hefst hádegishléð fyrr en við erum alla jafna vön hér á Íslandi.
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna og hópinn sem stendur að baki þessum árlega viðburði má finna hér.
Nordic Climate Forum for Construction
Dagskráin á ráðstefnunni er ekki af verri endanum en þarna eru samankomin öll helstu nöfnin í þessum geira og er þetta sannkölluð hátíð fyrir þá sem hafa áhuga á og sinna verkefnum tengdum mannvirkjagerð og umhverfismálum. Hér að neðan má sjá dagskrá viðburðarins í heild og einnig er hægt að skrá sig á ráðstefnuna hér að neðan, aðgangur er frír. Ráðstefnan verðir í beinu streymi og munu fundargestir fá sendan hlekk í tölvupósti á streymið þegar nær dregur. Ráðstefnan fer fram á ensku.
Hér má finna hlekk á beint streymi af ráðstefnunni: https://vimeo.com/event/1310686/embed
Hér má finna hlekk á Slido fyrir innsendar spurningar: https://app.sli.do/event/uadpriza
Hér er hlekkur fyrir spurningar á hringborðsumræðu: https://forms.gle/sJxdaNVSRXa4gN68A
Dagskrá ráðstefnunnar:
8:00 Fundarstjóri opnar ráðstefnuna: Dr. Sigríður Ósk Bjarnadóttir, í stjórn Grænni byggðar8:05 Opnunarræða: Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra8:15 Tíminn og vatnið: Andri Snær Magnason, rithöfundur8:35 Hvernig hyggst Osló minnka gróðurhúsaloftmengun um 95% fyrir árið 2030?: Heidi Sørensen, stjórnandi Loftslagsstofnunnar innan borgarstjórn Osló9:00 Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins: Reglugerðir um byggingarefni og umhverfisyfirlýsingar vöru (EPD): Tapani Mikkeli, yfirmaður sjálfbærar mannvirkjagerðar hjá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins________________________________________9:15 Kaffihlé________________________________________9:25 Staðan og núverandi áskoranir frá akademíu: Jukka Heinonen, Prófessor við Háskóla Íslands og Aalto háskólann í FinnlandiStaðan og núverandi áskoranir frá yfirvöldum: Kristina Einarsson, Boverket, Svíþjóð og Luzie Rück, Trafik-, Bygge- og Boligstyrelsen, DanmörkStaðan og núverandi áskoranir frá iðnaðinum: Björt Ólafsdóttir, frá Iðu fasteignaþróun og fyrrum umhverfisráðherra10:10 Innleiðing á losunarviðmiðum (Limit Values) í Hollandi: Jos Verlinden, stjórnandi í innanríkisráðuneyti Hollands________________________________________10:30 Hádegismatur________________________________________11:15 Losunarviðmið á Norðurlöndunum: Matti Kuittinen, ráðgjafi hjá umhverfisráðuneyti Finnlands11:35 Kynning á framkvæmd hringborðsumræðna11:45 Hringborðsumræður: Losunarviðmið12:45 Fundarstjóri: Samantekt og niðurstöður13:00 Lok ráðstefnu
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS