22. apríl 2025
20. ágúst 2019
Minnsta árshækkun íbúðaverðs frá 2011
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
12 mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu mældist 2,93 prósent síðastliðinn júlímánuð og er það minnsta hækkun sem mælst hefur á íbúðaverði frá því í apríl 2011. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Þjóðskrár.
12 mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu mældist 2,93 prósent síðastliðinn júlímánuð og er það minnsta hækkun sem mælst hefur á íbúðaverði frá því í apríl 2011. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Þjóðskrár.
Samkvæmt tölunum stóð vísitalan í 625,7 stigum í júlí 2019 og hafði hækkað um 0,1 prósent milli mánaða. Síðastliðna þrjá mánuði hækkaði vísitalan um 0,6 prósent, en hækkunin nam 0,4 prósentum ef miðað er við síðasta hálfa árið.
12 mánaða hækkun vísitölunnar náði hins vegar rúmlega átta ára lágmarki í júlí, en hún mældist einungis 2,93 prósent. Til samanburðar mældist hækkunartakturinn 3,15 prósent í júní og 3,86 prósent í maí.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS