22. apríl 2025
14. júlí 2020
Metfjöldi þinglýstra kaupsamninga utan höfuðborgarsvæðisins
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Þjóðskrá Íslands birti nýverið tölur yfir þinglýsta kaupsamninga um fasteignir hérlendis í júnímánuði. Utan höfuðborgarsvæðisins fjölgaði kaupsamningum í júní síðastliðnum um rúm 29% á milli mánaða og um 47% frá júní 2019. Heildarfjárhæð þinglýstra kaupsamninga vegna íbúðakaupa hækkaði í júní um 64% frá sama mánuði í fyrra m.v. fast verðlag ef einungis er horft til kaupsamninga utan höfuðborgarsvæðisins. Alls var 488 kaupsamningum þinglýst utan höfuðborgarsvæðisins í júní. Tímaröð Þjóðskrár um þinglýsta kaupsamninga nær aftur til ársins 2012 og hafa þeir síðan þá aldrei verið fleiri í einum mánuði en í júní. Í mars 2017 voru þeir jafn margir.
Þjóðskrá Íslands birti nýverið tölur yfir þinglýsta kaupsamninga um fasteignir hérlendis í júnímánuði. Utan höfuðborgarsvæðisins fjölgaði kaupsamningum í júní síðastliðnum um rúm 29% á milli mánaða og um 47% frá júní 2019. Heildarfjárhæð þinglýstra kaupsamninga vegna íbúðakaupa hækkaði í júní um 64% frá sama mánuði í fyrra m.v. fast verðlag ef einungis er horft til kaupsamninga utan höfuðborgarsvæðisins. Alls var 488 kaupsamningum þinglýst utan höfuðborgarsvæðisins í júní. Tímaröð Þjóðskrár um þinglýsta kaupsamninga nær aftur til ársins 2012 og hafa þeir síðan þá aldrei verið fleiri í einum mánuði en í júní. Í mars 2017 voru þeir jafn margir.
Á höfuðborgarsvæðinu var talsvert ólík þróun en annars staðar á landinu í júnímánuði. Þinglýst var 366 samningum á höfuðborgarsvæðinu og frá árinu 2012 hafa þeir einungis einu sinni verið færri en það var í apríl síðastliðnum. Í nýjustu mánaðarskýrslu HMS var fjallað um að miðað við fjölda íbúða sem teknar voru úr birtingu á fasteignasöluvefnum fasteignir.is hafi fasteignamarkaðurinn verið líflegur í maí og júní. Of snemmt er að segja til um hvort ósamræmi sé á milli þessara talna og líta þarf til þess að frá því að kauptilboð er samþykkt (og eign tekin úr sölu) líður nokkur tími fram að þinglýsingu. Algengt er að 2-4 vikur líði frá samþykkt kauptilboðs til undirskriftar kaupsamnings og nú er um 3 vikna bið eftir þinglýsingu hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Að jafnaði má því búast við því að um 6 vikur líði frá því að eign er tekin úr sölu þar til kaupsamningi er þinglýst á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er því við því að búast að sú aukning viðskipta sem skráningar á fasteignasöluvef gefa komi fram að ráði í þinglýsingu kaupsamninga fyrr en í júlí. Búast má við að þinglýsing taki að jafnaði styttri tíma utan höfuðborgarsvæðisins og gæti það skýrt ólíka þróun milli landssvæða.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS