24. ágúst 2023

Mánaðarskýrsla hagdeildar HMS fyrir ágúst 2023

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

  • Kaupsamningum um íbúðarhúsnæði fjölgaði lítillega í júní frá fyrri mánuði. Gerðir voru samtals 698 samningar um kaup á íbúðarhúsnæði í júní samanborið við 643 samninga í maí. Á öðrum ársfjórðungi þessa árs voru gerðir 1.793 samningar um kaup á íbúðarhúsnæði á landinu samanborið við 2.603 á sama ársfjórðungi síðasta árs. Á umræddu tímabili hefur kaupsamningum milli ára því fækkað um 31,1%.
  • Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,8% í júlí. Lækkun á sérbýli var 2,8% en lækkun á fjölbýli 0,2%. Síðastliðna tólf mánuði hefur verð á fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 1,2% en verð á sérbýli hækkað um 0,3%. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins stendur verðið í stað milli mánaða á meðan að annars staðar á landinu lækkað um verðið um 1,1% milli mánaða. Síðustu 12 mánuði hefur raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu lækkað um 6,3% miðað við vísitölu neysluverðs. Í nágrenni þess hefur raunverð lækkað um 3,1%. Annars staðar á landinu hefur raunverð hækkað um 1,5% síðustu 12 mánuði.
  • Þrátt fyrir að stýrivextir hafi verið hækkaðir samfellt frá maí 2021 þá hafa raunstýrivextir ekki verið jákvæðir í rúm þrjú ár. Raunstýrivextir mælast nú jákvæðir í fyrsta sinn síðan í mars 2020. Tólf mánaða verðbólga hefur verið á niðurleið og vísitala neysluverðs stóð nánast í stað í síðustu mælingu þegar hún hækkaði um 0,03% í júlí. Stýrivextir Seðlabankans hækkuðu um 0,5% í vikunni og eru orðnir 9,25% og hafa ekki verið hærri síðan í desember 2009.
  • Í júlí komu 393 nýbyggðar íbúðir inn á markað á landinu öllu og samtals hafa 2.038 nýbyggðar íbúðir komið inn á markað til þessa á árinu á landinu öllu.
  • Hrein ný íbúðalán til heimila drógust svo saman í júní samanborið við maímánuð. Útistandandi lán banka til byggingarstarfsemi og mannvirkjagerðar aukast vegna minni umsvifa á fasteignamarkaði.

Birgðatími lengist áfram

Birgðatími heldur áfram að lengjast en sé miðað við þriggja mánaða meðaltal þá hefur birgðatími hækkað samfellt frá mars 2022 á höfuðborgarsvæðinu. Birgðatími er sá tími sem tekur að selja þær íbúðir sem eru til sölu ef seldar eru jafnmargar íbúðir og seldust mánuðinn áður. Hann mældist 4,6 mánuðir á höfuðborgarsvæðinu í júní miðað við þriggja mánaða meðaltal og hækkar lítillega frá því í júní. Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins er birgðatíminn kominn í 7,1 mánuð. Á báðum þessum svæðum hefur hann ekki mælst svo langur áður. Birgðatíminn er hins vegar styttri annars staðar á landinu eða 4,2 mánuðir.

Birgðatíminn er kominn yfir 9 mánuði í ákveðnum póstnúmerum á höfuðborgarsvæðinu þ.e. í póstnúmerum 221 og 225. Birgðatími er 7-8 mánuðir í póstnúmeri 210 og hann er 6-7 mánuðir í póstnúmerum 102 og 201. Annars staðar á höfuðborgarsvæðinu er hann lægri.

Mörg gjaldþrot fyrirtækja í byggingarstarfsemi

Í maí síðastliðinn urðu 37 fyrirtæki í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð gjaldþrota og var þetta þriðji mánuðurinn á árinu sem gjaldþrotin voru fleiri en 30. Sé miðað við 6 mánaða hlaupandi árstíðaleiðrétt meðaltal hafa gjaldþrot í greininni ekki verið fleiri síðan árið 2012. Í júní fækkaði gjaldþrotum og varð 21 fyrirtæki í geiranum gjaldþrota. Jafnframt hefur nýskráðum fyrirtækjum í geiranum fjölgað frá 2019 en 56 fyrirtæki voru nýskráð í júnímánuði.

Í júlí komu 393 nýbyggðar íbúðir inn á markað á landinu öllu og samtals hafa 2.038 nýbyggðar íbúðir komið inn á markað til þessa á árinu á landinu öllu. Á síðustu 365 dögum komu 1.922 nýbyggðar íbúðir inn á markað á höfuðborgarsvæðinu, 788 í nágrenni þess og 383 annars staðar á landinu. 365 dagana þar á undan komu 1.481 nýbyggð íbúð komið inn á markað á höfuðborgarsvæðinu, 682 í nágrenni þess og 330 annars staðar á landinu.

Útistandandi lán banka til byggingarstarfsemi og mannvirkjagerðar námu 254 ma. kr. í júní og á föstu verðlagi eru þessar skuldir svipaðar og voru í byrjun árs 2020. Hafa ber þó í huga að þessar tölur eru ekki góður mælikvarði á hversu mikil umsvif eru í byggingarstarfsemi vegna þess að sölutími fasteigna hefur mikil áhrif á útistandandi lán banka. Í núverandi ástandi þar sem birgðir fasteigna eru að aukast vegna lengri birgðatíma greiðast framkvæmdalán hægar niður og geta jafnvel hækkað vegna uppsafnaðra áfallinna vaxta. Fyrir ári síðan námu útistandandi lán 202,6 ma. kr. á núverandi verðlagi en þá var meðalsölutími fasteigna um einn mánuður samanborið við fimm mánuði í dag og fasteignir til sölu voru þá 1.200 samanborið við rúmlega 3.100 fasteignir í dag.

Mánaðarskýrsluna í heild sinni má nálgast hér

Mánaðarskýrsluna í heild sinni má nálgast hér

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS