12. júlí 2022

Mánaðarskýrsla hagdeildar HMS fyrir júlí 2022

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Óverðtryggðir breytilegir vextir á íbúðalánum hafa á síðustu tveimur mánuðum hækkað um 1,55 prósentur hjá Landsbankanum, 1,8 prósentur hjá Arion banka og 2 prósentur hjá Íslandsbanka sem viðbrögð við tveggja prósenta hækkun stýrivaxta.

  • Óverðtryggðir breytilegir vextir á íbúðalánum hafa á síðustu tveimur mánuðum hækkað um 1,55 prósentur hjá Landsbankanum, 1,8 prósentur hjá Arion banka og 2 prósentur hjá Íslandsbanka sem viðbrögð við tveggja prósenta hækkun stýrivaxta.
  • Kaupsamningum um íbúðarhúsnæði fjölgaði á höfuðborgarsvæðinu í maí frá fyrri mánuði miðað við árstíðaleiðréttar tölur úr 436 í 503. Þar á undan hafa viðskipti á íbúðamarkaði hins vegar ekki verið jafn fá síðan í upphafi COVID.
  • Hlutfall íbúða sem seldist yfir ásettu verði dróst saman í maí. Á landinu öllu seldust um 52,8% íbúða yfir ásettu verði í maí samanborið við 54,4% í apríl. Þar af seldust 59,5% íbúða í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu yfir ásettu verði en í apríl voru þær 69,2%.
  • Meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu var 46,1 dagur í maí miðað við 35 daga í apríl. Nokkrar sveiflur geta verið á milli mánaða en meðalsölutíminn hefur ekki lengst svo mikið á milli mánaða síðan í byrjun árs 2018.
  • Óverðtryggð lán eru mun hagkvæmari en verðtryggð um þessar mundir. Raunvextir á íbúðalánum eru neikvæðir um 2% en lægstu óverðtryggðu vextir eru jákvæðir um 1,89%. Miðað við verðbólguvæntingar er útlit óverðtryggðir vextir verði áfram hagkvæmari á næstu misserum.
  • Minna hefur verið byggt á höfuðborgarsvæðinu það sem af er ári en á sama tíma í fyrra. Nú hafa um 860 íbúðir bæst við íbúðarstokkinn á árinu en í byrjun júlí síðastliðin tvö ár höfðu yfir 1.100 nýjar íbúðir bæst við. Hins vegar má gera ráð fyrir að fjöldi kláraðra íbúða aukist á nýjan leik  á næstu misserum.
  • Umfang byggingarmarkaðarins er í hæstu hæðum og hefur fjöldi starfandi í greininni ekki verið meiri síðan haustið 2008.

Að­gerð­ir Seðla­bank­ans gætu haft veru­leg áhrif á fast­eigna­mark­að­inn

Fasteignamarkaðurinn er líkast til að taka stakkaskiptum um þessar mundir. Seðlabanki Íslands hefur hækkað stýrivexti um 2 prósentustig frá því í byrjun maí og hefur auk þess þrengt lánaskilyrði fyrir verðtryggð íbúðalán. Afleiðingar þessara aðgerða er að aðgangur heimila að fjármagni minnkar verulega og færri munu eiga þess kost á að kaupa sér íbúð.

  • 5. maí: Stýrivextir hækkaðir um 1 prósentustig
  • 15. júní: Veðsetningarhlutfall fyrstu kaupenda þrengt og aðgengi að verðtryggðum lánum skert.
  • 22. júní: Stýrivextir hækkaðir um 1 prósentustig

Það mun taka tíma fyrir áhrifin af þessum breytingum að koma fram í opinberum tölum en þó virðist strax vera farið að gæta áhrifa af þeim.

4. júlí sl. voru 733 íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu samanborið við 503 1. maí. Framboðið hefur því aukist um 46% á rúmum tveimur mánuðum og 67% frá því í byrjun febrúar en það er þó enn lítið miðað við hvað gengur og gerist. Fjöldi nýrra íbúða til sölu hefur staðið nokkurn veginn í stað og því er aukningin einkum á meðal annarra íbúða.

Að­gengi að láns­fé veru­lega hert

Þau eru einnig líkleg til þess að draga þónokkuð eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði en fólk mun geta tekið talsvert lægri lán vegna þessara nýju viðmiða en áður. Heimili með 250.000 kr. mánaðarlega greiðslugetu gátu áður en þessi viðmið voru sett tekið yfir 90 m.kr. verðtryggt lán en geta nú mest tekið 53 m.kr. verðtryggð lán eða 45 kr. óverðtryggð lán.

Mánaðarskýrsluna í heild sinni má nálgast hér.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS