13. janúar 2023

Möguleg brunahætta af lögnum raforkumæla

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Að undanförnu hafa HMS borist ábendingar um illa farna og jafnvel brunna leiðara að og frá raforkumælum dreifiveitna í neysluveitum/töfluskápum.

Vandamálið virðist bundið við notkun á 16 mm2 PVC-einangruðum koparleiðurum að og frá mælum á 80-100A heimtaugum. Samkvæmt ÍST HD 60364 er straumþol slíka leiðara u.þ.b. 100A ef jafnframt er gripið til viðeigandi ráðstafana, t.d. varðandi lagnaraðferð og með því að tryggja að umhverfishitastig þeirra (í töfluskápnum) sé haldið nægilega lágu, u.þ.b. 30°C. Í mörgum tilvikum er erfitt að tryggja ráðstafanir af þessu tagi, en sé það ekki gert er hætta á að viðkomandi leiðarar ofhitni sem leitt getur til hættu á slysum og tjóni.

 

Samkvæmt upplýsingum frá dreifiveitunum hefur verið gerð krafa í tæknilegum tengiskilmálum rafveitna (TTR), grein 5.3.6, að lagðar séu fínþættir 16 mm2 koparleiðarar að og frá raforkumælum dreifiveitna á 80-100A heimtaugum. Þessi krafa kom m.a. til vegna þess að tengiklemmur viðkomandi mæla geta ekki tekið við sverari leiðurum.

Þeir mælar sem dreifiveiturnar nota núna, snjallmælarnir svokölluðu, geta tekið við stærri leiðurum, allt að 25 mm2, og því stendur að breyta TTR með tilliti til þess.

 

HMS, í samráði við Samorku, beinir því til löggiltra rafverktaka að nota í þessum tilvikum 25 mm2 koparleiðara til að tryggja fullnægjandi straumþol og draga þannig úr hættu á slysum og tjóni. Rétt er að vera í sambandi við viðkomandi dreifiveitu um þann frágang.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS