13. apríl 2018

Líflegur íbúðamarkaður á Norðurlandi

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Húsnæðismarkaðurinn á Norðurlandi hefur einkennst af verðhækkunum og fjölgun kaupsamninga og hafa verðhækkanir í sumum sveitarfélögum á svæðinu verið talsvert umfram hækkanir á landsvísu. Í sumum sveitarfélögum er markaðsverð íbúða þó enn það lágt að það hamlar uppbyggingu og vinnur Íbúðalánasjóður nú að heildstæðum lausnum á þeim vanda.

Húsnæðismarkaðurinn á Norðurlandi hefur einkennst af verðhækkunum og fjölgun kaupsamninga og hafa verðhækkanir í sumum sveitarfélögum á svæðinu verið talsvert umfram hækkanir á landsvísu. Í sumum sveitarfélögum er markaðsverð íbúða þó enn það lágt að það hamlar uppbyggingu og vinnur Íbúðalánasjóður nú að heildstæðum lausnum á þeim vanda.

Þetta er á meðal þess sem fram kom á opnum fundi Íbúðalánasjóðs um húsnæðismarkaðinn á Norðurlandi sem haldinn var á Hótel KEA á Akureyri í dag.

 

20% fjölg­un kaup­samn­inga í fyrra

Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur í hagdeild Íbúðalánasjóðs, fór yfir þróun mála á íbúðamarkaði á Norðurlandi. Markaðurinn þar hefur sótt í sig veðrið að undanförnu. Kaupsamningum um íbúðir á Norðurlandi fjölgaði um 20% í fyrra sem er ólíkt höfuðborgarsvæðinu þar sem kaupsamningum fækkaði um 7% milli ára. Að undanförnu hefur íbúðamarkaðurinn á Akureyri verið líflegri en á höfuðborgarsvæðinu ef fjöldi kaupsamninga er borinn saman við fjölda íbúða.

 

Mest­ar verð­hækk­an­ir í Norð­ur­þingi

Íbúðaverð hefur almennt hækkað í svipuðum takti á Norðurlandi og á landsvísu en þróunin hefur verið mismunandi milli sveitarfélaga. Norðurþing er það sveitarfélag á svæðinu þar sem meðalfermetraverð hefur hækkað mest, eða um 52% milli áranna 2015-2017. Á sama tímabili hækkaði meðalfermetraverð um 27% á Akureyri sem er svipuð hækkun og í Reykjavík. Meðalsölutími íbúða á Norðurlandi hefur einnig styst verulega undanfarin misseri og mælist nú svipaður og á höfuðborgarsvæðinu.

Einnig var farið yfir stöðu mála á leigumarkaði. Tíunda hver íbúð á Akureyri er leigð út með þinglýstum leigusamningi sem er meira en að meðaltali á landsvísu. Hins vegar eru hlutfallslega færri íbúðir til leigu á Airbnb á Akureyri en á landsvísu.

 

Unn­ið að að­gerð­um til að fjölga ný­bygg­ing­um á lands­byggð­inni

Nýbyggingar á Akureyri hafa fylgt hagsveiflunni, en nýbyggingar á Norðurlandi utan Akureyrar hafa verið í sögulegu lágmarki undanfarin ár þrátt fyrir mikinn hagvöxt. Sigrún Ásta Magnúsdóttir, deildarstjóri á húsnæðissviði Íbúðalánasjóðs, kynnti þau verkefni sem Íbúðalánasjóður vinnur nú að í samstarfi við stjórnvöld og sveitarfélögin til þess að bregðast við þessum vanda. Í erindi hennar var farið yfir ýmis tæki sem stjórnvöld ýmist hafa eða vinna nú að til að örva nýbyggingar á svæðum þar sem lágt markaðsverð húsnæðis hefur staðið uppbyggingu fyrir þrifum.

 

Kynning Ólafs af fundinum.

Kynning Sigrúnar af fundinum.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS