30. september 2025
30. september 2025
Leiguverðsjá uppfærð
Gögn á bakvið leiguverðsjá HMS hafa verið uppfærð. Upplýsingar um leiguverð nýskráðra leigusamninga er nú birt eftir upphafsdegi leigusamninga en var áður birt eftir verðdegi samninga.
Upphafsdagur er sú dagsetning sem leigusamningur tekur gildi. Frá og með þeim degi er leiga greidd og leigjandi hefur aðgang að leiguhúsnæðinu. Upplýsingar í mælaborðum leiguskrár um fjölda leigusamninga sem taka gildi og falla úr gildi eru birt eftir upphafsdegi leigusamninga.
Verðdagur er sú dagsetning þegar samningsverð ákvarðaðist og getur verið ýmist undirritunar- eða skráningardagsetning eftir atvikum. Eftir sem áður er stuðst við verðdag við útreikning á vísitölu leiguverðs.
Notendur geta áfram valið landsvæði, sveitarfélag og póstnúmer leigueigna, fjölda herbergja og flatarmál samnings. Einnig geta notendur síað leigusamninga eftir tegund leigusala og eftir því hvort samningar séu tímabundnir eða ekki. Verðsjáin inniheldur upplýsingar um bæði meðaltal heildarverðs og fermetraverðs leigusamninga.
Upplýsingar um leiguverð og fermetraverð allra gildra samninga í leiguskrá hafa tímabundið verið teknar úr birtingu í leiguverðsjá á meðan unnið er að lagfæringu gagna.
Nánari upplýsingar um gögnin á bakvið leiguverðsjá má finna neðan við mælaborðið á vefsíðu leiguverðsjár HMS.