4. desember 2024

Leiguverð var hæst í Garðabæ á þriðja ársfjórðungi

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

  • Gildum leigusamningum í Leiguskrá fjölgaði um 2.569 á þriðja ársfjórðungi, þar sem 1.677 samningar vöruðu markaðsleigu
  • Meðaltal markaðsleigu á þriðja ársfjórðungi var hæst í Garðabæ, en lægst í Reykjavíkurborg
  • Markaðsleiga nálægt höfuðborginni er hæst í sveitarfélaginu Árborg

Alls tóku 6.478 samningar gildi í Leiguskrá HMS á þriðja ársfjórðungi 2024 á sama tíma og 3.909 samningar féllu úr gildi, þannig fjölgaði samningum í Leiguskrá um 2.569. Þetta kemur fram í upplýsingum sem HMS hefur unnið upp úr Leiguskrá nú í upphafi nóvember.

Mark­aðs­leiga lægst að með­al­tali í Reykja­vík­ur­borg

Um 65 prósent af leigusamningum sem bæði tóku gildi og féllu úr gildi á síðasta ársfjórðungi vörðuðu íbúðir í eigu einstaklinga eða hagnaðardrifinna leigusala, en HMS metur markaðsleigu út frá slíkum samningum.

Á myndinni hér að neðan má sjá meðaltal markaðsleigu á þriðja ársfjórðungi eftir landhlutaflokkun og sveitarfélögum. Myndin sýnir þó einungis sveitarfélög sem voru með skráða fleiri en 30 samninga á tímabilinu.

Á höfuðborgarsvæðinu var meðaltal markaðsleigu á bilinu 270 til 309 þúsund þar sem dýrast var að leigja í Garðabæ. Af þessum sveitarfélögum var hins vegar markaðsleiga að meðaltali lægst í Reykjavík, en þar var fjöldi fermetra að meðaltali lægstur.

Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins var markaðsleiga hæst í sveitarfélaginu Árborg, um 250 þúsund, en til samanburðar var markaðsleiga um 230 þúsund á sama tíma í fyrra.

Hægt er að nálgast meðalleigu íbúða í Leiguverðsjá HMS, sem byggir á samningum úr Leiguskrá. Þar geta notendur valið landsvæði, sveitarfélag og póstnúmer leigueigna, fjölda herbergja og flatarmáls samnings. Einnig geta notendur síað leigusamninga eftir tegund leigusala og eftir því hvort samningar séu tímabundnir eða ekki.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS