18. mars 2021

Leiguverð heldur áfram að lækka

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Leiguverð lækkaði 1,5% í febrúar frá fyrri mánuði miðað við vísitölu leiguverðs Þjóðskrár en þetta er annar mánuðurinn í röð sem að leiguverð lækkar samkvæmt vísitölunni. Vegna lækkana er leiguverð orðið svipað og það var í ágúst 2019. Frá þeim tíma hefur íbúðaverð hins vegar hækkað um 9,4% og bilið á milli hækkana leiguverðs og íbúðaverðs því breikkað nokkuð. Sé leiðrétt fyrir hækkun verðlags hefur leiga ekki verið lægri síðan í janúar 2018. Slíkt þarf þó ekki að vera til marks um ójafnvægi enda hefur fjármagnskostnaður íbúða lækkað vegna lægri vaxta og því eðlilegt að íbúðaverð hækki umfram leiguverð.

Leiguverð lækkaði 1,5% í febrúar frá fyrri mánuði miðað við vísitölu leiguverðs Þjóðskrár en þetta er annar mánuðurinn í röð sem að leiguverð lækkar samkvæmt vísitölunni. Vegna lækkana er leiguverð orðið svipað og það var í ágúst 2019. Frá þeim tíma hefur íbúðaverð hins vegar hækkað um 9,4% og bilið á milli hækkana leiguverðs og íbúðaverðs því breikkað nokkuð. Sé leiðrétt fyrir hækkun verðlags hefur leiga ekki verið lægri síðan í janúar 2018. Slíkt þarf þó ekki að vera til marks um ójafnvægi enda hefur fjármagnskostnaður íbúða lækkað vegna lægri vaxta og því eðlilegt að íbúðaverð hækki umfram leiguverð.

Á seinustu 12 mánuðum hefur leiguverð lækkað um 3,2% miðað við febrúartölurnar en í janúar nam breytingin -1,9%. Sé miðað við gögn HMS um pöruð leiguviðskipti, þ.e. breytingu leiguverðs á sömu íbúðum, nam 12 mánaða breytingin -0,9% í janúar miðað það sem er komið inn af samningum fyrir janúar.Ekki liggja fyrir gögn svo hægt sé að reikna breytinguna fyrir febrúar. Það gefur vísbendingu um að hluti af lækkuninni sé til kominn vegna þess að fólk sé að færa sig yfir í ódýrari íbúðir.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS