19. nóvember 2024
19. nóvember 2024
Leiðbeiningar um lagningu lágspenntra jarðstrengja
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Á undanförnum misserum hefur HMS ítrekað orðið þess vör að frágangur lágspenntra jarðstrengja sé ekki í samræmi við reglur sem um lagningu þessara strengja gilda. Fyrst og fremst er um að ræða að strengirnir séu lagðir grynnra í jörðu en reglur um lágmarksdýpt kveða á um. Aukin hætta er á að jarðstrengir sem liggja grunnt verði fyrir skemmdum, t.d. vegna mögulegs rasks á yfirborði og eins getur frost í jörðu haft áhrif á legu strengja eftir lagningu þeirra.
Af þessu tilefni hefur HMS gefið út leiðbeiningar um lagningu lágspenntra jarðstrengja, verklýsingu VL 3.037. Í leiðbeiningunum er farið yfir kröfur reglugerðar um raforkuvirki (rur) og ÍST HD 60364 staðlaraðarinnar sem lúta að lagningu jarðstrengja og tekin nokkur dæmi um hvernig standa mætti að þessari vinnu.
Í 11.2 gr. í rur kemur fram að jarðstrengi skuli ekki leggja grynnra en 0,7m undir yfirborði, en sé það óframkvæmanlegt skuli velja aðra lagnaraðferð sem telst jafn örugg. Í leiðbeiningunum eru tekin nokkur dæmi af lagnaraðferðum sem mögulega mætti grípa til sé óframkvæmanlegt að leggja strengi að minnsta kosti 0,7m undir yfirborði.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS