10. október 2024

Langflestar af íbúðum í byggingu eru í fjölbýli

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Um 80 prósent íbúða sem eru í byggingu á landinu öllu eru í fjölbýlishúsum, samkvæmt mælaborði HMS á íbúðum í byggingu, sem finna má hér. Fullbúnum íbúðum hefur fjölgað um rúmlega 2.600 frá áramótum, þar af um 571 í Reykjavíkurborg og um 411 í Hafnarfjarðarbæ.

Mælaborðið birtir samantekin gögn fyrir íbúðarhúsnæði úr Mannvirkjaskrá HMS. Mannvirkjaskrá nýtir meðal annars gögn úr fasteignaskrá ásamt gögnum sem sveitarfélög landsins afhenda til HMS.

Samkvæmt mælaborðinu telja íbúðir í byggingu og byggingaráform 7.585 íbúðir um land allt. Tæplega 60 prósent íbúðanna eru staðsettar á höfuðborgarsvæðinu og um fjórðungur í nærliggjandi sveitarfélögum.

Yfir 800 af íbúð­um í bygg­ingu ein­ung­is með stað­fest bygg­ing­ar­á­form

Byggingaráform vísa til þeirra íbúða sem hafa fengið samþykkt byggingaráform eða útgefið byggingarleyfi, en framkvæmdir hafa enn ekki hafist. Þetta þýðir að verkefni er komið með lóð, hönnun er lokið og aðaluppdrættir hafa verið samþykkt af sveitarfélagi. Nú teljast 826 íbúðir til byggingaráforma af þeim 7.585 íbúðum sem fram koma í mælaborðinu og því 6.759 íbúðir þar sem framkvæmdir eru hafnar.

Full­bún­um íbúð­um fjölg­ar mest í Reykja­vík­ur­borg

Alls hafa 2.653 íbúðir orðið fullbúnar það sem af er ári og þar af 2.564 nýjar íbúðir, en íbúð telst fullbúin ef hún hefur fengið lokaúttekt eða er tekin í notkun. Fullbúnum íbúðum fjölgar mest í Reykjavíkurborg þar sem slíkar íbúðir telja 571 það sem af er ári. Fullbúnum íbúðum í Hafnarfjarðarbæ hefur einnig fjölgað hratt á síðustu mánuðum og hafa 411 íbúðir orðið fullbúnar þar á árinu. Utan höfuðborgarsvæðisins hafa flestar íbúðir orðið fullbúnar í Sveitarfélaginu Árborg á árinu, eða 224 talsins.

Mest byggt af fjöl­býl­is­hús­um

Um 80% íbúða sem eru í byggingu á landinu öllu eru í fjölbýlishúsum. Hlutfallið er enn hærra ef litið er til höfuðborgarsvæðisins þar sem hlutfallið þar er nærri 93%. Flest sérbýli eru í byggingu á Suðurlandi eða um 50% íbúða sem eru í byggingu og telja samtals 690 íbúðir. Útlit er fyrir að framboð sérbýlishúsa verði mest á næstunni í Sveitarfélaginu Árborg en þar er verið að byggja 233 íbúðir í sérbýli.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS