13. janúar 2025
13. janúar 2025
Krafa um orkumerkingar í auglýsingum
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Þann 15. júlí 2024 birti Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins áríðandi ákvörðun á því hvernig birgjar og söluaðilar orkutengdra vara ætta að sýna orkuflokka með orkunýtniörinni í sjónrænum auglýsingum.
Síðan 2021 hafa reglur um orkumerkingar verið uppfærðar fyrir suma vöruflokka þannig að hæsti orkunýtniflokkur fer aldrei yfir „A“. Fyrir vörur sem hafa enn ekki fengið uppfærðar orkumerkingar getur besti orkunýtniflokkurinn verið breytilegur, allt frá „A“ til „A+++“ og versti flokkurinn er ekki alltaf „G“.
Í ákvörðuninni kemur fram að ekki sé nóg að birta orkunýtniflokkinn á orkunýtniör vörunnar eins og t.d. „A“ eða „B“ í auglýsingum. Einnig er nauðsynlegt að birta allt svið orkunýtniflokka sem hluta af orkunýtniörinni eins og t.d. „A+++ til D“ eða „A til G. Þessi ákvörðun Framkvæmdastjórnarinnar mun hjálpa neytendum að fá betri upplýsingar um orkunýtni.
Dæmi um orkunýtniör fyrir bakaraofn:
Héðan í frá verða rekstraraðilar að nota orkunýtniör ásamt viðeigandi sviði orkunýtniflokka í sjónrænum auglýsingum sínum fyrir alla vöruflokka sem enn hafa ekki fengið endurskalaðar orkumerkingar, þar með talið í vörulistum og öðru markaðsefni.
Hægt er að hlaða niður viðeigandi orkunýtniörvum fyrir mismunandi samsetningar og kvarða fyrir mismunandi vöruflokka á vefsíðu Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Frá 1. ágúst 2024 sýnir EPREL aðeins orkunýtniörvar við hlið kvarðans.
Aðlögunartími: Birgjar og söluaðilar þurfa að aðlaga auglýsinga- og kynningaraðferðir sínar í samræmi við dómstólsákvörðunina og tilkynningu eins fljótt og mögulegt er.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS