16. apríl 2025
26. júní 2024
Kaupsamningum um atvinnuhúsnæði fjölgar í maí
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Heildarvelta kaupsamninga um atvinnuhúsnæði nam 8,1 milljarði króna í maí, sem er 4,6 prósentum undir heildarveltu í apríl. Þrátt fyrir samdrátt í veltu milli mánaða fjölgaði kaupsamningum um atvinnuhúsnæði töluvert, eða um 29 samninga. Þetta kemur fram í mánaðarlegum tölum HMS um veltu með atvinnuhúsnæði, sem nálgast má hér að neðan.
Mánaðartölur um veltu með atvinnuhúsnæði
Þinglýstir kaupsamningar um atvinnuhúsnæði voru alls 108 talsins í maímánuði samanborið við 79 samninga í apríl síðastliðnum. Af 108 kaupsamningum voru 48 samningar á höfuðborgarsvæðinu og 60 samningar utan höfuðborgarsvæðisins.
Heildarvelta kaupsamninga um atvinnuhúsnæði nam 5,6 milljörðum króna á höfuðborgarsvæðinu, en 2,5 milljörðum króna utan þess. Kaupverð atvinnuhúsnæðis var að meðaltali 117 milljónir króna á höfuðborgarsvæðinu, en 41 milljón króna utan höfuðborgarsvæðisins. Meðalkaupverð á atvinnuhúsnæði í maí var því um það bil þrefalt hærra á höfuðborgarsvæðinu en fyrir utan það.
Á myndinni hér að neðan má sjá mánaðartölur yfir fjölda kaupsamninga um atvinnuhúsnæði á landinu öllu, höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. Þar sést að fjöldi samninga í maí er svipaður og í janúar síðastliðnum, en í þeim mánuði var meiri velta.
HMS telur að samdráttur í veltu á sama tíma og kaupsamningum fjölgaði stafi af því að lægra hlutfall kaupsamninga varðaði atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, þar sem kaupverð er að meðaltali hærra.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS