1. desember 2023

Innleiðing á nýjum byggingarstigum

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Mánudaginn 4. desember mun HMS uppfæra skráningar í kerfum sínum til samræmis við ÍST51:2021 staðall um byggingarstig húsa.

Í stað eldri byggingarstiga sem skráð hafa verið með númerunum 1-7 verða ný byggingarstig einkennd með bókstaf og tölustaf; B1, B2, B3 og B4.

Þessi háttur er hafður á til að koma í veg fyrir að hægt sé að lesa og misskilja eldri skráningu, t.d. að eldri skráning á byggingarstigi 4 sé misskilin sem ný skráning á byggingarstigi B4.

Eftir breytingu verður skráningin byggingarstiga eftirfarandi:

Eftirfarandi tafla sýnir hvernig eldri byggingarstigum kemur til með að vera varpað.

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi þessar breytingar þá er hægt að hafa samband með því að senda póst á hms@hms.is.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS