26. febrúar 2025

Íbúðauppbygging í Borgarbyggð þarf að rúmlega tvöfaldast til að halda í við fólksfjölgun

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

  • Borgarbyggð áætlar að íbúum sveitarfélagsins fjölgi um 882 á næstu 5 árum
  • Of fáar íbúðir eru í byggingu til að halda í við vænta fólksfjölgun
  • Sveitarfélagið stefnir að úthlutun lóða fyrir 737 íbúðir á næstu 5 árum til að tryggja nægt framboð íbúða

Borgarbyggð hefur staðfest endurskoðun á húsnæðisáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2025. Spáð er að íbúum sveitarfélagsins fjölgi um 1.327 manns á næstu tíu árum, sem er 30,5% aukning. Til samanburðar hefur íbúafjöldi sveitarfélagsins aukist um 376 manns frá árinu 2020, sem samsvarar um 10% fjölgun. Mikilvægt er að benda á að hluti þeirrar fjölgunar má rekja til komu flóttafólks, sem hefur haft áhrif á íbúasamsetningu sveitarfélagsins.

Þörf fyr­ir um 68 íbúð­ir á ári

Samkvæmt húsnæðisáætluninni er gert ráð fyrir að þörf verði fyrir um 68 íbúðir á ári, 373 íbúðir á næstu 5 árum og 683 íbúðir næstu 10 ár. Til samanburðar þá hefur fullbúnum íbúðum fjölgað að meðaltali um 32 á ári síðastliðin 5 ár.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun taldi 49 íbúðir í byggingu í talningu sinni í september 2024, sem var veruleg aukning frá sama tíma síðustu tvö ár þar á undan. Á meðfylgjandi mynd má sjá að stór hluti þessara íbúða var á fyrsta framvindustigi, sem þýðir að útgefið hefur verið byggingar- og framkvæmdaleyfi, en framkvæmdir eru ekki endilega hafnar. Þrátt fyrir aukningu er fjöldi íbúða í byggingu enn langt frá því að mæta áætlaðri íbúðaþörf, þar sem um 136 íbúðir þyrftu að vera í byggingu á hverjum tíma til að tryggja nægt framboð, eða rúmlega tvöfalt fleiri en nú eru í vinnslu.

Staða og fram­tíð­ar­sýn íbúða­upp­bygg­ing­ar í Borg­ar­byggð

Borgarbyggð vinnur að fjölbreyttri íbúðauppbyggingu, bæði í Borgarnesi og minni þéttbýliskjörnum eins og Hvanneyri og Varmalandi. Í Borgarnesi er fyrirhuguð uppbygging í Bjargslandi og einnig endurskoðun skipulags í Brákarey og gamla bænum. Í minni þéttbýliskjörnum, á borð við Hvanneyri og Varmalandi, eru lóðir í boði til stækkunar íbúabyggðar en jafnframt er horft til frekari uppbyggingar á Kleppjárnsreykjum og Bifröst, þar sem land er að mestu í eigu einkaaðila.

Félagslegt húsnæði mun fylgja íbúafjölgun án stórra breytinga en mögulegar úrbætur verða skoðaðar til að mæta þörfum leigutaka. Nýtt aðalskipulag miðar að aukinni fjölbreytni í búsetuvali, m.a. með uppbyggingu íbúða á spildum úr lögbýlum.

Nægt lóða­fram­boð til að mæta vax­andi íbúða­þörf

Borgarbyggð hefur nú skipulagt lóðir fyrir 737 íbúðir og á næstu 5 árum stefnir sveitarfélagið að því að úthluta lóðum fyrir allt að 1.486 íbúðir næstu 10 árin. Lóðaframboð ætti því að mæta áætlaðri íbúðaþörf gangi úthlutunaráætlanir eftir.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS