23. janúar 2025

Hveragerðisbær í örum vexti og hundruð íbúða skipulagðar til að mæta eftirspurn á næstu árum

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Fjölg­un íbúa í Hvera­gerði kall­ar á metn­að­ar­fulla upp­bygg­ingu

  • Áætlað er að íbúum fjölgi um 598 manns á næstu 5 árum sem er fjölgun um 17 prósent
  • Fjöldi íbúða í byggingu í dag er í takt við fólksfjölgun í sveitarfélaginu
  • Hveragerðisbær ætlar að skapa skilyrði svo hægt sé að byggja um 52 íbúðir á ári og allt að 261 íbúð næstu 5 árin

Hveragerðisbær hefur staðfest endurskoðun á húsnæðisáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2025. Samkvæmt miðspá um mannfjöldaþróun áætlar sveitarfélagið að mannfjöldi aukist um 1.628 eða 48 prósent næstu 10 árin. Til samanburðar hefur íbúum í sveitarfélaginu fjölgað um 612 manns frá árinu 2020 eða um 21 prósent

Samkvæmt húsnæðisáætluninni er áætlað að þörf verði fyrir um 58 íbúðir á ári, 289 íbúðir á næstu 5 árum og 641 íbúð næstu 10 ár. Til samanburðar hefur fullbúnum íbúðum fjölgað að meðaltali um 45 íbúðir á ári síðastliðin 5 ár.

Samkvæmt talningu HMS voru 107 íbúðir í byggingu í Hveragerði í september 2024 sem var nokkur fjölgun frá sama tíma síðustu tvö á þar á undan. Á meðfylgjandi mynd má sjá að meirihluti þessara íbúða er á fyrri stigum framkvæmda, þar af flestar á stigi 2 sem eru íbúðir þar sem framkvæmdum við undirstöður er lokið. Fjöldi íbúða í byggingu er því áætlaður að vera nokkurn veginn í samræmi við íbúðaþörf sveitarfélagsins næstu tvö ár.

Markmið sveitarfélagsins þegar kemur að íbúðauppbyggingu er m.a. að stuðla að góðri nýtingu lands í Hveragerði, þétta byggð innan núverandi byggðarkjarna með áherslu á fjölbreytni, heildstætt yfirbragð, heilnæmt umhverfi og gott aðgengi. Tryggja fjölbreytt framboð íbúða fyrir alla aldurshópa og við uppbyggingu nýrra hverfa að tryggja sjálfbærni og þéttleika.

Hveragerðisbær hefur nú skipulagt lóðir fyrir 751 íbúð. Á næstu 5 árum stefnir sveitarfélagið að því að úthluta lóðum fyrir allt að 630 íbúðir svo lóðaframboð mæti vel áætlaðri íbúðaþörf.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS