3. júní 2024

Húsnæðisbætur hækka um fjórðung

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Grunnfjárhæðir húsnæðisbóta hafa hækkað um fjórðung frá og með 1. júní, auk þess sem bæturnar taka nú til fleiri heimilismanna og skerðingamörk vegna eigna eru hærri, samkvæmt nýrri breytingu á lögum um húsnæðisbætur sem tók gildi um síðustu mánaðarmót.

Nálgast má lagabreytinguna með því að smella á þennan hlekk, en hún felur í sér að aukið tillit verður tekið til fjölda heimilisfólks við útreikning húsnæðisbóta. Þannig taka grunnfjárhæðir og frítekjumörk vegna húsnæðisbóta til allt að sex heimilismanna í stað fjögurra áður. Tveir flokkar grunnfjárhæða húsnæðisstuðnings bætast við vegna fimm eða sex heimilismanna og frítekjumörk hækka í samræmi við það. Skerðingarmörk vegna eigna hækka einnig í 12,5 milljónir króna, en þau voru 8 milljónir króna fyrir breytinguna. Þannig falla húsnæðisbætur ekki niður fyrr en samanlagðar heildareignir heimilis ná 20 milljónum króna.

Þessar breytingar miða að því að veita heimilum betri stuðning og gera húsnæðisbætur aðgengilegri fyrir fleiri fjölskyldur.

Eftir breytingarnar verða frítekjumörkin sem segir í töflunni hér fyrir neðan. Hægt er að nálgast reiknivél húsnæðisbóta hér, en hún hefur verið uppfærð í samræmi við ný frítekjumörk.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS