5. maí 2025

HMS veitti 36 hlutdeildarlán í apríl

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

  • Töluverð eftirspurn var eftir lánum en veitt voru 36 lán af þeim 59 umsóknum sem bárust
  • Allir umsækjendur sem uppfylltu skilyrði til lánveitingar fengu úthlutað hlutdeildarláni í apríl
  • Flest lán til kaupa á íbúðum á höfuðborgarasvæðinu

HMS hefur lokið mati á umsóknum sem bárust um hlutdeildarlán í apríl og veitti lán til kaupa á 36 íbúðum að þessu sinni. Heildarfjárhæð lánanna nam um 466 milljónum króna. Meirihluti veittra lána voru til kaupa á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu og var það helst til íbúða í Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Utan höfuðborgarsvæðisins var helst lánað til kaupa á íbúðum í Reykjanesbæ og á Hellu. Fjöldi og fjárhæðir hlutdeildarlána má sjá í töflu hér að neðan.

Tölu­verð eft­ir­spurn eft­ir lán­um

Alls bárust HMS 59 umsóknir um hlutdeildarlán í apríl að andvirði um 833 milljónir króna. Að lokinni úrvinnslu var fjárhæð umsókna sem uppfylltu skilyrði úthlutunar samtals 466 milljónir króna og fengu allir sem uppfylltu skilyrði til lánveitingar úthlutað láni.

Af þeim umsóknum sem bárust í apríl voru 54 þeirra með samþykkt kauptilboð og 5 umsóknir án kauptilboðs. Heildarfjárhæð umsókna með samþykkt kauptilboð var um 749 milljónir króna.

Hlutdeildarlán eru veitt til kaupa á nýjum íbúðum og standa þau til boða fyrir fyrstu kaupendur og þau sem ekki hafa átt íbúð síðastliðin fimm ár og eru undir tilteknum tekjumörkum. Í forgangi eru umsóknir þar sem staðfest kauptilboð liggur fyrir, auk þess sem miða skal við að á hverju ári verði að minnsta kosti 20% hlutdeildarlána veitt til kaupa á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS