20. nóvember 2024

HMS tekur þátt í umræðum um lífsferilsgreiningar í byggingariðnaði

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Elín Þórólfsdóttir, teymisstjóri hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, tók þátt í morgunverðarfundi Verkís um lífsferilsgreiningar í byggingariðnaði sem haldinn var miðvikudaginn 20. nóvember.

Fundurinn bar yfirskriftina „Sjálfbær þróun í byggingariðnaði: Hvernig getur byggingariðnaðurinn undirbúið sig fyrir breytingar á byggingarreglugerð“. Á fundinum var fjallað um þær lagabreytingar sem kynntar voru í mars síðastliðinn um innleiðingu lífsferilsgreininga (e. Life Cycle Analysis). Breytingarnar munu gera kröfu um gerð lífsferilsgreininga fyrir öll ný byggingarleyfisskyld mannvirki í umfangsflokkum 2 og 3, frá og með 1. september 2025.

Elín fjallaði sérstaklega um lífsferilsgreiningar í byggingarreglugerð og lagabreytingarnar sem nú eru í innleiðingu. Hún lagði áherslu á mikilvægi samræmdrar aðferðar við mat á umhverfisáhrifum bygginga yfir alla virðiskeðjuna og hvernig þessar breytingar stuðla að sjálfbærari framtíð byggingariðnaðarins.

Með Elínu á fundinum voru einnig Anna Ingvarsdóttir frá Verkís, sem fjallaði um áskoranir og lausnir við gerð lífsferilsgreininga, og Jónína Þóra Einarsdóttir og Kai Westphal frá Steypustöðinni, sem ræddu um sjálfbærnivegferð fyrirtækisins. Fundarstjóri var Íris Þórarinsdóttir frá Reitum.

Fundurinn var vel sóttur, og upptöku af fundinum má finna hér.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þakkar Verkís fyrir að standa fyrir þessum fróðlega fundi og hlakkar til áframhaldandi samtals um sjálfbæra þróun í byggingariðnaði.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS