16. apríl 2025
22. október 2021
HMS gerir ekki ráð fyrir jafnvægi nema meira sé byggt
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
HMS telur ekki víst að jafnvægi náist á húsnæðismarkaði á næstu árum nema meira verði bætt í íbúðabyggingu. Landsbankinn, sem kynnti nýja hagspá sína í vikunni, telur jafnvægi mögulegt á næstunni á húsnæðismarkaði en að mati HMS er ótímabært að slá því föstu og margt bendi til að auka þurfi núverandi byggingaráform til að það megi takast. Nokkrir óvissuþættir eru til staðar sem hafa áhrif á húsnæðisþörf. Hagdeild HMS hefur undanfarin ár greint þörf fyrir íbúðir á Íslandi og hefur einnig spáð fyrir um framtíðarþróun þarfarinnar. Íbúðaþarfagreiningin var síðast uppfærð (sjá hér) í maí síðastliðnum og var niðurstaðan að það þurfi um 3.000 nýjar íbúðir að koma á markaðinn á ári út þennan áratug. Í spánni segir að á fyrri hluta áratugarins þurfi þó að byggja fleiri en 3.000 íbúðir, bæði vegna óuppfylltrar íbúðarþarfar sem sé til staðar í dag og vegna hraðari fólksfjölgunar á þeim tíma.
HMS telur ekki víst að jafnvægi náist á húsnæðismarkaði á næstu árum nema meira verði bætt í íbúðabyggingu. Landsbankinn, sem kynnti nýja hagspá sína í vikunni, telur jafnvægi mögulegt á næstunni á húsnæðismarkaði en að mati HMS er ótímabært að slá því föstu og margt bendi til að auka þurfi núverandi byggingaráform til að það megi takast. Nokkrir óvissuþættir eru til staðar sem hafa áhrif á húsnæðisþörf. Hagdeild HMS hefur undanfarin ár greint þörf fyrir íbúðir á Íslandi og hefur einnig spáð fyrir um framtíðarþróun þarfarinnar. Íbúðaþarfagreiningin var síðast uppfærð (sjá hér) í maí síðastliðnum og var niðurstaðan að það þurfi um 3.000 nýjar íbúðir að koma á markaðinn á ári út þennan áratug. Í spánni segir að á fyrri hluta áratugarins þurfi þó að byggja fleiri en 3.000 íbúðir, bæði vegna óuppfylltrar íbúðarþarfar sem sé til staðar í dag og vegna hraðari fólksfjölgunar á þeim tíma.
Hraðari öldrun þjóðarinnar mun fjölga einstaklingsheimilumÍbúðaþarfagreining HMS byggir á mannfjöldaspá Hagstofu Íslands en þörf fyrir húsnæði ræðst bæði af mannfjölda og samsetningu heimila. Samsetning heimila ræðst fyrst og fremst af aldursdreifingu þjóðarinnar en búist er við að fólki 65 ára og eldra fjölgi og að 25-45 ára fækki hlutfallslega. Því er talið að heimilum þar sem börn búa eigi eftir að fækka hlutfallslega en með því minnkar óhjákvæmilega meðalstærð heimila. Breytt heimilisgerð innan tiltekinna aldurshópa hefur mun minni áhrif samkvæmt þeim spám sem HMS styðst við. Þannig má rekja nærri 95% af fjölgun einstaklingsheimila á næstu 20 árum til þess að þjóðin er að eldast en aðeins rúmlega 5% vegna þess að fólk búi eitt lengur en áður.
HMS ráðleggur hlutfallegslega meiri íbúðarbyggingu á næstu árumMikilvægt er að uppbygging íbúðarhúsnæðis gerist jafnt og þétt þannig að ekki skapist tímabundinn íbúðaskortur sem leiðir til verulega hækkaðs íbúðaverðs. Því hefur HMS ráðlagt að byggðar séu um 500 fleiri íbúðir á næstu árum, eða allt að 3.500 alls á ári, bæði vegna viðvarandi óuppfylltrar íbúðaþarfar og vegna fólksfjölgunar og breytinga sem eru að verða á heimilisgerð.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS