6. febrúar 2024

Hlutdeildarlán í janúar

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

  • Flestar umsóknir um hlutdeildarlán í janúar voru til kaupa á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu
  • Það sem af er ári hafa 44 íbúðir verið samþykktar um að uppfylla skilyrði til þess að vera fjármagnaðar með hlutdeildarláni
  • 728 fjölskyldur hafa eignast heimili með aðstoð hlutdeildarlána

Alls bárust HMS 63 umsóknir um hlutdeildarlán í janúar síðastliðnum. Langflestar umsóknirnar voru vegna kaupa á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu eða 49 umsóknir, 11 umsóknir voru á vaxtarsvæðum og 3 umsóknir á landsbyggð utan vaxtarsvæða.

Það sem af er ári hefur HMS veitt 43 hlutdeildarlán, samtals að fjárhæð um 534 milljónir króna. Um 77 prósent lánanna, eða 33 lán, eru á höfuðborgarsvæðinu og 23 prósent þeirra, eða 10 lán, eru á vaxtarsvæðum utan höfuðborgarsvæðis.

Í janúar samþykkti HMS 44 íbúðir sem uppfylltu skilyrði hlutdeildarlána. 25 þessara íbúða voru á höfuðborgarsvæðinu, en þar af var 21 íbúð í Reykjavík.

728 fyrstu kaup­end­ur hafa feng­ið hlut­deild­ar­lán

Frá árslokum 2020 hefur HMS aðstoðað 728 fyrstu kaupendur við að komast inn á fasteignamarkaðinni með veitingu hlutdeildarlána. Heildarfjárhæð lánanna eru nærri 6,9 milljarðar króna.

Um helmingur heildarfjárhæðarinnar, eða 3,6 milljarðar króna, er vegna eigna á höfuðborgarsvæðinu, auk þess sem um 44 prósent hennar, eða um 3 milljarðar króna, er vegna eigna á vaxtarsvæðum utan höfuðborgarsæðisins. Í þeim flokki eru Akranes, Akureyri, Grindavík, Hveragerði, Hörgársveit, Reykjanesbær, Suðurnesjabær, Árborg, Vogar og Ölfus. Á landsbyggðinni utan ofantalinna vaxtarsvæða hefur HMS svo veitt rúmlega 171 milljón króna í hlutdeildarlán.

Flest lán hafa verið veitt í Reykjavík, eða um 193 lán. Sé litið til svæða þá hafa flest lán verið veitt á vaxtarsvæðum utan höfuðborgarsvæðisins, þar sem HMS hefur veitt 364 lán. Þar af voru 138 lán veitt fyrir húsnæði í Reykjanesbæ og 56 lán veitt fyrir húsnæði á Akureyri.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS