19. desember 2024

Haustnámskeið Brunamálaskólans fóru vel fram

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Á yfirstaðinni haustönn voru haldin fjölbreytt námskeið á vegum Brunamálaskólans. Mikill áhugi var fyrir námskeiðunum sem sneru meðal annars að endurmenntun, verklegri þjálfun og frekari uppbyggingu fagþekkingar hjá slökkviliðsmönnum, þ.m.t. stjórnendum og eldvarnareftirlitsmönnum.

Á haustönninni var gefinn út fyrsti hluti bóklegs námsefnis í nýju grunnnámi slökkviliðsmanna. Um 100 slökkviliðsmenn voru skráðir í þennan hluta, frá 17 slökkviliðum, þar sem aðgangur var veittur að stafrænu kennsluefni á kennsluvef skólans. Samhliða þessu voru haldin fjögur verkleg námskeið í samstarfi við Brunavarnir Árnessýslu, sem þótti framkvæmdin heppnast mjög vel.

Auk þess var boðið upp á fleiri sérhæfð námskeið, þar á meðal:

  • Eldvarnaeftirlitsnámskeið 2: Til að styrkja þekkingu og færni eldvarnaeftirlitsmanna í öryggis- og lokaúttektum.
  • Leiðbeinendanámskeið um nýja orkugjafa: Í samstarfi við Landsamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSOS).
  • Endurmenntunarnámskeið í Brunaverði og Brunagátt: Gagnagáttir sem styðja við starfsemi slökkviliða og eldvarnaeftirlit sveitarfélaga.

Ásókn á námskeiðin var góð en breytilegt var um hvort staðar- eða fjarnámskeið var að ræða.

Til viðbótar hófst tilraunaverkefni í framhaldsnámi slökkviliðsmanna, í samstarfi við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Þar er áherslan lögð á verklega þjálfun og ætlunin er að þetta verkefni muni leiða af sér nýja námskrá í framhaldsmenntun slökkviliðsmanna, sem lögð verður til samþykktar fagráðs Brunamálaskólans í maí 2025.

Framundan á vorönn er frekari uppbygging námsleiða Brunamálaskólans í nánu samstarfi við slökkvilið landsins. Nýtt stjórnendanám verður kynnt ásamt áframhaldandi þróun grunn- og framhaldsnámskeiða fyrir slökkviliðsmenn. Samstarfsverkefnið með LSOS um nýja orkugjafa mun vonandi sömuleiðis leiða af sér endurmenntunarnámskeið fyrir slökkviliðsmenn víðs vegar um landið, við nálgun slökkviliða að nýjum orkugjöfum.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS