12. maí 2021

Hættustig vegna hættu á gróðureldum

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Hættustig Almannavarna vegna gróðureldahættu hefur verið gefið út allt frá Breiðafirði að Eyjafjöllum.

Hættustig Almannavarna vegna gróðureldahættu hefur verið gefið út allt frá Breiðafirði að Eyjafjöllum.

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að setja á hættustig í samráði við lögreglustjóra ásamt slökkviliðsstjórum á Vestfjörðum, Vesturlandi, Höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Suðurlandi.

HMS hvetur almenning til að vera vel á verði og fara að tilmælum Almannavarna.

 

Hvað felst í hættustigi?

Hættustig Almannavarna er virkjað þegar heilsu og öryggi manna, umhverfi eða byggðar er ógnað af náttúru- eða mannavöldum. Hættustig er hluti af fyrirfram skilgreindum verkferlum og skipulagi Almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila og almennings.

 

Hvað getur almenningur gert til að bregðast við hættustiginu?

 

  • Kveikið ekki eld, hvorki utandyra né innandyra
  • Hafið hefðbundnar brunavarnir á hreinu: reykskynjara, eldvarnarteppi og slökkvitæki
  • Skjótið ekki upp flugeldum eða öðrum skoteldum
  • Þekkið flóttaleiðir og útbúið flóttaáætlanir inn og út af svæðinu
  • Gætið að gaskútum og komið fyrir á öruggum stað
  • Tryggið gott og öruggt aðgengi að vatni, helst með garðslöngu
  • Ef þurr gróður er í kringum hús er góð regla að bleyta upp í honum
  • Vinnið ekki með verkfæri sem hitna eða gefa frá sér neista
  • Fjarlægið eldfim efni við mannvirki
  • Ef upp kemur eldur, hringið strax í 112 og gerið öðrum á svæðinu viðvart um hættuna
  • Metið aðstæður og reynið að slökkva eldinn ásamt því að bjarga fólki, dýrum og verðmætum
  • Hafið eigið öryggi alltaf í forgangi
  • Gætið þess að trjágróður vaxi ekki alveg að bústöðum eða vaxi upp í raflínur
  • Gætið þess að aka ekki í háan þurran gróður eða leggja bíl þar sem hætta er á íkveikju völdum útblásturskerfis

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS