15. maí 2024

Fyrirlestrar um rafmagnsöryggi í framhalds-, meistara- og háskóla

RafföngArsslyrsla
RafföngArsslyrsla

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Seinni hluta árs 2022 hóf rafmagnsöryggisteymi HMS að bjóða framhaldskólum sem kenna rafvirkjun að fá sérfræðinga HMS til að halda erindi um rafmagnsöryggi. Tilgangurinn var að ná til þeirra sem eru að taka sín fyrstu skref í rafiðnaði og eru einna líklegastir til að lenda í rafmagnsslysum, ef marka má tölfræði um vinnuslys.

Flestir skólar þáðu boðið og óskuðu jafnframt eftir því að þetta yrði reglulegur viðburður. Frá því stofnunin hóf að bjóða þessa fræðslu hafa verið haldnir 13 fyrirlestrar vítt og breitt um landið, þar sem rúmlega 350 nemendur hafa m.a. verið fræddir um:

 • Réttindi í rafiðnaði
 • Helstu hættur við vinnu við rafmagn
 • Rafmagnsslys og afleiðingar þeirra
 • Tölfræði um rafmagnsslys og mikilvægi þess að tilkynna þau

Um svipað leyti hóf HMS samstarf við Rafmennt um kennslu í meistaraskóla rafvirkja. Sett var á laggirnar námskeið fyrir verðandi rafverktaka um löggildingu þeirra ásamt réttindum og skyldum. Tæplega 100 nemendur tekið þátt í þessum námskeiðum og m.a. fræðst um:

 • Löggildingar rafverktaka
 • Rafmagnsöryggisgátt HMS
 • Tilkynningarskyldu rafverktaka
 • Mælingar í neysluveitum
 • Mælingar í hleðslustöðum fyrir rafbíla

Síðast en ekki síst var háskólum sem kenna rafmagnsiðnfræði, -tæknifræði og -verkfræði boðin samvinna. Haldnir hafa verið haldnir fyrirlestrar fyrir um 100 nemendur sem eru lengra komnir og stefna á raflagnahönnun, með það markmiði að kynna fyrir þeim kröfur laga og reglna er varða raflagnahönnun, m.t.t. faglegs frágangs og öruggra raforkuvirkja. Helstu lög og reglur sem kynntar eru:

 • Lög um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga nr.146/1996
 • Reglugerð um raforkuvirki nr.678/2009
 • Verklagsreglur HMS
 • Staðlar um raflagnir

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS