3. júní 2024

Flestar nýjar lóðir á Suðurlandi í maí

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

  • Suðurlandsundirlendið hefur að geyma langflestar lóðir sem voru nýskráðar í maí
  • Yfir 200 lóðir voru nýskráðar í maí, miðað við 24 í apríl
  • Nýskráðum lóðum hefur fjölgað á síðustu mánuðum eftir því sem ferlið að baki nýskráningu lóða hefur orðið skilvirkara

Alls voru 216 nýjar lóðir skráðar í maí um allt land, en rúmur helmingur þeirra er fyrir íbúðarhúsnæði. Frá áramótum hefur 551 lóð verið nýskráð um allt land. Þetta kemur fram í mánaðarlegri tölfræði sem HMS tekur saman úr fasteignaskrá um nýskráningu lóða.

Ár­borg með flest­ar ný­skrán­ing­ar

Samkvæmt fasteignaskrá voru langflestar nýjar lóðir skráðar á Suðurlandsundirlendinu, en 47 þeirra voru skráðar í Árborg, 38 í Grímsnes- og Grafningshreppi, 29 í Ölfusi og 35 í öðrum sveitarfélögum uppsveita Árnessýslu. Frekari niðurstöður um nýskráningu lóða eftir sveitarfélögum og tegundum lóða má sjá á mynd hér að neðan.

Ný­skráð­ar lóð­ir í maí eft­ir topp tíu sveit­ar­fé­lög­um og teg­und­um lóða

Af þeim 214 lóðum sem voru nýskráðar í maí voru 124 lóðir fyrir íbúðarhúsnæði, en 50 lóðir voru fyrir sumarbústaðaland og 18 lóðir voru annað hvort iðnaðar- og atvinnulóðir eða viðskipta- og þjónustulóðir.

Skrán­ing­ar­ferli lóða hef­ur orð­ið skil­virkara

Frá því að reglugerð tók gildi um merkjalýsingar þann 10. febrúar hefur HMS, í samstarfi við sveitarfélög, sýslumenn og merkjalýsendur með bráðabirgðarleyfi, unnið að því að skapa og betrumbæta ferli merkjalýsinga.

HMS hefur kynnt nýtt skráningarkerfi landeigna sem og verklagsleiðbeiningar fyrir merkjalýsingar á sjö fundum með sveitarfélögum á síðustu mánuðum. Að auki hafa verið haldnir reglulegir fundir með sýslumannsembættunum og þá þrír fundir með þeim 250 merkjalýsendum sem hafa bráðabirgðarleyfi ráðherra til að gera merkjalýsingar.

Í kjölfar ofangreindra funda og athugasemda sem þar komu fram hefur HMS breytt ferlinu á bak við nýskráningu lóða til þess að auka skilvirkni þess. Á sama tíma hefur nýskráðum lóðum fjölgað töluvert, en þær voru einungis 24 í apríl, samanborið við 214 í maí.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS