2. júní 2023
30. mars 2023
Fjöldi þinglýstra leigusamninga um íbúðarhúsnæði eftir landshlutum í febrúar 2023
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur tekið saman upplýsingar um fjölda þinglýstra leigusamninga um íbúðarhúsnæði í febrúar 2023 eftir landshlutum.
Heildarfjöldi samninga á landinu voru 433 í síðasta mánuði og fækkaði þeim um 25% frá því í janúar 2023 og fækkaði um 33% frá febrúar 2022.
Heildarfjöldi samninga á höfuðborgarsvæðinu voru 299 og fækkaði þeim um 29% frá því í janúar 2023 og um 30% frá febrúar 2022.
Í þessari excel skrá má sjá fjölda þinglýsta leigusamninga eftir mánuðum frá 2005.
Öllum er heimil afnot af fréttinni og meðfylgjandi gögnum en vinsamlegast getið heimildar.
Hafa verður í huga að um áramót tóku gildi breytingar á lögum um húsaleigu sem skylda leigusala í atvinnurekstri til að skrá leigusamninga í leiguskrá húsnæðisgrunns HMS. Skráning í grunninn er jafnframt skilyrði þess að leigjandi njóti réttar til húsnæðisbóta. Þinglýsing leigusamnings er því ekki lengur skilyrði húsnæðisbóta og því má búast við að þinglýstum leigusamningum fari fækkandi.
Í leiguskrá hafa nú verið skráðir inn 2.709 samningar.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS