30. maí 2022

Eru hús á Íslandi örugg fyrir jarðskjálftum

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Í ljósi frétta síðustu daga um jarðskjálfta velta eflaust margir því fyrir sér hvort hús hér á landi séu örugg í jarðskjálftum.

Í ljósi frétta síðustu daga um jarðskjálfta velta eflaust margir því fyrir sér hvort hús hér á landi séu örugg í jarðskjálftum. Stutta svarið við því er að hús og önnur mannvirki hér á landi eru flest byggð með tilliti til þess að standast jarðskjálfta.

Margir samverkandi þættir hafa áhrif á það hvernig mannvirkjum reiðir af í jarðskjálftum. Þar má helst nefna undirstöður, form, efni, frágang, hönnun og viðhald.

Miklu skiptir að hús séu vel fest við undirstöðurnar en á Íslandi er algengt að íbúðarhús séu fest við húsgrunninn á malarpúðum eða byggð beint á klöpp. Til að verja hús fyrir jarðskjálftum þá skipta byggingarefnin einnig miklu máli. Eftir því sem mannvirki er þyngra þá er meiri hætta á áhrifum af völdum jarðskjálfta.

Á Íslandi eru flest hús vel byggð og þau hönnuð með tiliti til jarðskjálfta og annarra náttúruafla. Í íslenskum byggingarreglugerðum kemur fram hanna þurfi mannvirki með tilliti til náttúruafla, á borð við jarðskjálfta. Það er því sjaldgæft að fólk slasist í jarðskjálftum hér á landi, og er það þá oftar vegna lausamuna. HMS hvetur því fólk til þess að huga að lausamunum, s.s. festa hillur, myndir, skápa og stór rafmagnstæki ef það vill forðast tjón í jarðskjálftum.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS