16. desember 2022

Endurmat á íbúðaþörf

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

HMS fékk í október Hagfræðistofnun Háskóla Íslands til að leggja mat á hugsanlegt ofmat á íbúafjölda á Íslandi og áhrif þess á íbúðaþarfagreiningu HMS.

Niðurstöður Hagfræðistofnunar liggja nú fyrir og eru þær að mannfjöldi hafi verið ofmetinn svo nokkru nemur og hafi ofmatið farið vaxandi síðustu ár. Sé þetta raunin er óuppfyllt íbúðaþörf líklega lítillega ofmetin. Niðurstöðurnar kollvarpa hins vegar ekki meginniðurstöðum íbúðaþarfagreiningar. Helstu áhrifaþættir íbúðaþarfar eru fólksfjölgun og breytingar á heimilasamsetningu. Gangi spár um fólksfjölgun eftir verður áfram mikil þörf fyrir nýtt húsnæði. HMS mun á fyrri hluta ársins 2023 gefa út nýja íbúðaþarfagreiningu.

Skýrslu Hagfræðistofnunar má nálgast hér.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS