29. nóvember 2024

Eldvarnir á Bessastöðum

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Í tilefni af degi reykskynjarans sem er 1. desember  tók Björn Skúlason, eiginmaður forseta Íslands, á móti Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Hermanni Jónassyni forstjóra HMS á Bessastöðum fyrr í dag. Í heimsókninni tók Björn á móti reykskynjara frá HMS og Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, auk þess sem slökkviliðsmenn ræddu við Björn um mikilvægi eldvarna á heimilum landsins, þar á meðal á Bessastöðum.  

Markmiðið með heimsókninni er að vekja athygli almennings á mikilvægi þess að hafa virkt eftirlit á heimilum sínum. Reykskynjarinn er eitt mikilvægasta öryggistæki heimilisins og að því tilefni eru landsmenn hvattir til að huga að virkni sinna reykskynjara.

Mikilvægir punktar varðandi reykskynjara:

  • Reykskynjarar eru nauðsynlegir í öllum rýmum heimilisins
  • Mikilvægt er að staðsetja þá sem næst miðju lofts
  • Prófið virkni reykskynjarans að lágmarki einu sinni á ári
  • Mikilvægt er að allir þekki flóttaleiðir á sínu heimili og að þær séu greiðfærar 
  • Hafið slökkvitæki tiltækt á flóttaleiðinni

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS