11. nóvember 2024
30. október 2024
Eldvarnavika í grunnskólum 20.-29. nóvember 2024
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
HMS, ásamt Landssambandi slökkviliðs og sjúkraflutningamanna (LSS) munu sjá um eldvarnaviku í grunnskólum landsins síðustu vikuna í nóvember.
Börn eru öflugir forvarnarfulltrúar
Á hverju hausti fara slökkviliðsmenn sveitarfélaganna í heimsókn í leikskóla og grunnskóla landsins og fræða börnin um eldvarnir. Börn hafa reynst vera öflugir forvarnafulltrúar heimila, þar sem þau hafa gjarnan rætt eldvarnamál við foreldra og forráðamenn sína í kjölfar fræðslu frá slökkviliðum og þannig leitt til yfirferðar á brunavörnum heimilanna.
Slökkvilið landsins vinna öflugt forvarnarstarf í skólum landsins og efnir LSS á hverju ári til Eldvarnarátaks fyrir jól og áramót. Að þessu sinni hefst Eldvarnarvikan 20. - 29. nóvember í grunnskólum landsins. HMS og LSS eru í góðu samstarfi, en HMS hefur styrkt eldvarnarátakið fyrir grunnskólabörn frá árinu 2021.
Opnað með brunaæfingu í Heiðarskóla
Átakið verður opnað í Heiðarskóla í Reykjanesbæ með brunaæfingu í skólanum. Í kjölfarið munu slökkviliðsmenn heimsækja börn í 3. bekk grunnskólanna og fræða þau um eldvarnir. Þeim gefst jafnframt kostur á að taka þátt í Eldvarnargetrauninni en heppnir þátttakendur í henni fá jafnan afhent vegleg verðlaun á 112-deginum, 11. febrúar 2025.
Annað samstarfsverkefni LSS og HMS er Dagur reykskynjarans sem hefst 1. desember ár hvert og er áframhaldandi eldvarnarátak LSS fyrir jól og áramót. Dagur reykskynjarans er áminning til almennings að huga að þessu litla en mikilvæga öryggistæki sem bjargar mannslífum. Á vefslóðinni Vertu eldklár er hægt að nálgast fræðsluefni um brunavarnir.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS