11. september 2025

Byggingaráformum fjölgar

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

  • Íbúðum í byggingu og byggingaráformum fjölgar milli mánaða 
  • Lokið hefur verið við byggingu á 2.328 íbúðum á árinu 
  • Rúmlega þriðjungur fjölbýlisíbúða í byggingu eru stærri en 100 fermetrar 

Samkvæmt mælaborði íbúða í byggingu eru nú samtals 5.511 íbúðir skráðar í byggingu um allt land. Einnig hafa verið gefin út byggingarleyfi eða skráð samþykkt byggingaráform fyrir 1.416 íbúðir, en framkvæmdir við þær eru ekki hafnar. 

Það sem af er ári hefur verið lokið við byggingu á 2.328 íbúðum, þar af 2.230 nýjum íbúðum. Af íbúðum í byggingu eru 2.437 (44%) eru á seinni stigum framkvæmda og 3.051 (56%) á fyrri stigum framkvæmda.  

Af þeim íbúðum sem hafa orðið fullbúnar á árinu eru 64% þeirra á höfuðborgarsvæðinu, 16% á Suðurlandi og um 8% á Suðurnesjum.  

Minna byggt af íbúð­um und­ir 60 fer­metr­um 

Tæplega 77% íbúða í byggingu á landinu eru í fjölbýlum en hlutfallið er enn hærra ef höfuðborgarsvæðið er skoðað sérstaklega, þar er hlutfallið um 89%. Tölur um fjölbýlisíbúðir í byggingu sýna að hlutfall smærri íbúða er mjög lágt miðað við fullbúnar íbúðir. Aðeins 8,7% íbúða í byggingu eru undir 60 fermetra að stærð, til samanburðar eru nálægt 14% fullbúinna fjölbýlisíbúða undir 60 fermetrum. Í stærðarflokknum 80–100 fermetrar er hlutfallið 31,3% í byggingu samanborið við 26,5% í fullbúnum íbúðum, sem sýnir að þessi stærð er sérstaklega áberandi í nýjum verkefnum. 

Tölurnar sýna að hlutfall smærri íbúða er mun lægra á nýbyggingamarkaði en í núverandi húsnæðisstofni. Rúmlega þriðjungur allra fjölbýlisíbúða sem nú eru í byggingu er 100 fermetrar eða stærri, sem bendir til þess að nýbyggingar beinist í ríkari mæli að stærri íbúðum. 

Sept­em­bertaln­ing HMS 

HMS fylgist reglulega með framvindu íbúðauppbyggingar og uppfærir matsstig íbúða í samræmi við raunstöðu þeirra í framkvæmdarferlinu. Matsstig íbúða sýna framvindu byggingarferlisins, allt frá útgáfu byggingarleyfis til fullgerðrar íbúðar.  

HMS stendur fyrir talningu íbúða í byggingu á landinu öllu í mars og september ár hvert. Í talningunni er farið um öll byggingarsvæði landsins og lagt mat á framvindu hverrar íbúðar. Septembertalning HMS er að ljúka og stendur til að kynna niðurstöður hennar á opnum kynningarfundi þann 23. september næstkomandi.  

 

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS