30. mars 2023
15. mars 2023
Brunahætta í liþíum rafhlöðum
Notkun tækja sem innihalda liþíum rafhlöður verður sífellt algengari. Óhætt er að fullyrða að á flestum ef ekki öllum heimilum er að finna tæki sem innihalda slíkar rafhlöður.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Notkun tækja sem innihalda liþíum rafhlöður verður sífellt algengari. Óhætt er að fullyrða að á flestum ef ekki öllum heimilum er að finna tæki sem innihalda slíkar rafhlöður.
Algeng tæki sem innihalda liþíum rafhlöður
- Símar
- Spjaldtölvur
- Rafhlaupahjól
- Rafrettur
- Rafmagnsverkfæri
- Snjallúr
Hér má sjá stutt myndband um bruna í liþíum rafhlöðum.
Um liþíum jóna rafhlöður (Li-ion).
Kostir:
- Auðvelt að hlaða við lágan straum
- Eru léttar og geyma mikla orku
- Halda orku mjög vel
- Þola margar hleðslur og afhleðslur
- Þarf ekki að afhlaða alveg fyrir hleðslu
Ókostir:
- Eru viðkvæmar fyrir höggum
- Eru viðkvæmar fyrir frosti og háum hita
- Þurfa vandaða rafrás til að stýra straumi og spennu
- Geta gefið frá sér brennanlegar lofttegundir
- Geta brunnið og jafnvel sprungið, t.d. vegna skammhlaups í rafrás
- Getur verið erfitt að slökkva eld í þeim
Nokkur ráð um hleðslu tækja með liþíum rafhlöður
- Ekki hlaða þegar allir eru sofandi eða enginn til staðar
- Notið hleðslubúnað sem fylgir tækjunum eða er sérstaklega ætlaður þeim
- Látið rafhlöðuna og hleðslutækið vera á flötu óbrennanlegu undirlagi
- Passið að ekki séu brennanleg efni nálægt
- Breiðið ekki yfir hleðslubúnaðinn eða rafhlöðuna
- Hlaðið í rými þar sem reykskynjari er til staðar
- Hafið rafhlöðuna ekki í frosti eða miklum hita við hleðslu
- Hlaðið aldrei skemmda rafhlöðu
Skemmdir á liþíumrafhlöðum geta valdið eldsvoða jafnvel þó þær sé ekki í hleðslu. Skiptið án tafar út skemmdum rafhlöðum.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS