1. júní 2022

Brunahætta af sólhlífum með sólarsellum og LED-ljósum sem seldar voru í Costco.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vekur athygli á innköllun Costco á sólhlífum með sólarsellum

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vekur athygli á innköllun Costco á sólhlífum með sólarsellum og LED-ljósum frá SunVilla með vörunúmerunum #s 2127206, 2127215, 2127250, 2127266, 2127270 og 1902438, með sólarrafhlöðum. Umræddar sólhlífar voru seldir í verslun Costco frá 15. desember 2020 til 12. maí 2022. 

Rafföng: Sólhlífar með sólarsellum og LED-ljósum.

Framleiðandi/Vörumerki: SunVilla, #s 2127206, 2127215, 2127250, 2127266, 2127270 og 1902438.

Þekktir söluaðilar á Íslandi: Costco.

Hætta: Rafhlaða getur ofhlaðist og valdið bruna.

 

HMS beinir því til allra eigenda og notenda viðkomandi sólhlífa að hætta notkun þeirra þegar í stað og hafa samband við söluaðila.

Sjá frekari upplýsingar og leiðbeiningar í innköllun Costco

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS