28. febrúar 2025

Bjarg íbúðafélag lokið við byggingu fimm íbúða á Hellu

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Bjarg íbúðafélag hses. hefur lokið við byggingu fimm íbúða á Hellu í Rangárþingi ytra. Um er að ræða raðhús á einni hæð þar sem hver íbúð er með þrjú svefnherbergi, stofu, eldhús, baðherbergi og þvottahús. Íbúðirnar eru vel skipulagðar með góðri nýtingu á rými og verða allar leigðar út til tekju- og eignaminni heimila.

Bjarg íbúðafélag starfar með það markmið að tryggja tekjulágum einstaklingum og fjölskyldum á vinnumarkaði öruggt húsnæði til langtímaleigu.

Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs íbúðafélags, segir að samstarfið hjá þeim sem koma að verkefninu hafi gengið mjög vel; „Verkefnið á Hellu var unnið í samvinnu við Rangárþing ytra, HMS og SG hús á Selfossi. Samstarfið gekk mjög vel og stóðust áætlanir um kostnað og verktíma. Við óskum nýjum íbúum til hamingju með nýtt framtíðarheimili,“ segir Björn.

Verkefnið fékk samþykkt úthlutun stofnframlaga árið 2023 og er hluti af markvissri uppbyggingu hagkvæmra leiguíbúða um allt land.

Með þessum nýju íbúðum eykst framboð leiguíbúða á Hellu  sem reknar eru án hagnaðarsjónarmiða og stuðlar að auknu húsnæðisöryggi og stöðugleika fyrir tekju- og eignaminni heimili, en það er einmitt markmið laga um almennar íbúðir.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS