15. nóvember 2023

Atvinnuuppbygging og þróun íbúðamarkaðar á Vestfjörðum

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Fundur um atvinnuuppbyggingu og þróun íbúðamarkaðar á vestfjörðum

Miðvikudaginn 15. nóvember verður haldinn opinn fundur um atvinnuuppbyggingu og þróun íbúðarmarkaðar í landsbyggðunum. Fundurinn verður haldinn í Edinborgarhúsinu á Ísafirði kl. 12:15 og er opinn öllum. Að fundinum standa ýmsir aðilar sem láta sig varða uppbyggingu í landsbyggðunum eða Vestfjarðarstofa, Byggðastofnun, HMS, Lóa nýsköpunarstyrkir og Samtök iðnaðarins.

Á fundinum verður fjallað um atvinnuþróun í landsbyggðunum, stöðuna á íbúðamarkaði, stafræn byggingarleyfi, nýsköpunarstyrki, hagkvæmni og skilvirkni í íbúðauppbyggingu og þau lánaúrræði sem standa til boða bæði hvað varðar rekstur og íbúðaruppbyggingu.

Dagskrá

Áskoranir og tækifæri á Vestfjörðum
Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdarstjóri Vestfjarðarstofu

Staða íbúðauppbyggingar
Elmar Erlendsson, framkvæmdastjóri hjá HMS

Stafræn byggingarleyfi
Hugrún Ýr Sigurðardóttir, verkefnastjóri hjá HMS

Lánastarfsemi Byggðastofnunar
Guðbjörg Óskarsdóttir, sérfræðingur á fyrirtækjasviði Byggðastofnunar

Nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina
Sigurður Steingrímsson, sérfræðingur hjá HVIN

Aukum hagkvæmni og skilvirkni í íbúðauppbyggingu
Friðrik Ágúst Ólafsson, viðskiptastjóri hjá SI

 

Húsið opnar kl. 12:00 og verður boðið upp á léttar veitingar meðan á fundi stendur. Fundargestum er boðið samtal við frummælendur eftir fundinn. Fundarstjóri er Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.

Við bjóðum öll velkomin á fundinn og hlökkum til að sjá ykkur.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS