1. desember 2025
1. desember 2025
Annar stærsti mánuður ársins í fjölda nýrra lóða
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
- Nóvember var annar stærsti mánuður ársins í fjölda lóða með 207 nýjar lóðir staðfestar á tímabilinu. Metið á júní með 279 staðfestar lóðir
- Flestar lóðir voru í Hafnafirði og næstflestar í Borgarbyggð
- Flestar lóðirnar voru íbúðarhúsalóðir
- Samtals 1500 lóðir hafa verið stofnaðar á árinu
Alls voru 207 nýjar lóðir staðfestar í fasteignaskrá HMS í nóvembermánuði 2025 og fjölgar þeim talsvert á milli mánaða. Flestar lóðir voru íbúðarhúsalóðir eða alls 141 talsins. Auk þess voru skráðar 8 sumarhúsalóðir og 30 sem myndu flokkast sem viðskipta og þjónustulóðir.
Myndin hér að ofan sýnir mánaðarlegar tölur um fjölda nýskráðra lóða eftir öllum flokkum. Líkt og myndin sýnir er nóvember 2025 einn af stærstu mánuðunum.
Flestar lóðir í Hafnafirði
Flestar lóðir voru skráðar í Hafnafjarðarkaupstað í nóvember eða sjötíu og tvær. Flestar eru íbúðarhúsalóðir, 68 en að auki voru 4 atvinnuhúsalóðir. Borgarbyggð kemur fast á hæla Hafnafjarðarkaupstaðar með 50 nýjar lóðir. Þar af eru 33 íbúðarhúsalóðir og 16 atvinnuhúsalóðir. Þá má nefna að ein af þessum 50 var sumarhúsalóð. Sveitarfélagið Árborg er með þriðja mestan fjölda eða 21 og næstum allar nema ein er íbúðarhúsalóð. Við þessa nýju talningu komst greinahöfundur að því að akkúrat er búið að stofna 1500 lóðir á árinu 2025. Gaman verður að sjá hvernig Desember mun breyta þessari tölu.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS




