21. nóvember 2024
20. nóvember 2024
Áframhaldandi ásókn í hlutdeildarlán í nóvember
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Alls bárust HMS 79 umsóknir um hlutdeildarlán í nóvember að andvirði rúmlega 1 milljarð króna, en 400 milljónir króna eru til úthlutunar fyrir tímabilið. Stofnunin stefnir að því að ljúka yfirferð innsendra umsókna og ákvarða í lok þessarar viku hverjar þeirra uppfylla skilyrði um að hljóta hlutdeildarlán.
Umsóknir með samþykkt kauptilboð í forgangi
Hlutdeildarlán eru veitt til kaupa á nýjum íbúðum og standa þau til boða fyrir fyrstu kaupendur og þau sem ekki hafa átt íbúð síðastliðin fimm ár og eru undir tilteknum tekjumörkum. Í forgangi eru umsóknir þar sem staðfest kauptilboð liggur fyrir, auk þess sem miða skal við að á hverju ári verði að minnsta kosti 20% veittra hlutdeildarlána veitt til kaupa á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins. Ekki verður hægt að gefa út lánsvilyrði fyrr en allar umsóknir innan forgangsröðunar hafa verið metnar.
Af þeim umsóknum sem bárust um hlutdeildarlán í nóvember voru 55 þeirra með samþykkt kauptilboð og 24 umsóknir án kauptilboðs. Heildarfjárhæð umsókna með samþykkt kauptilboð var um 734 milljónir króna.
Langflestar umsóknir til kaupa á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu
Að þessu sinni bárust flestar umsóknir vegna kaupa á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu þar sem umsótt fjárhæð hlutdeildarlána var um 912 milljónir króna sen er rúmlega helmingi meira en það fjármagn sem nú er til úthlutunar. Mikill meirihluti þeirra íbúða eru staðsettar í Hafnarfirði og næstflestar í Garðabæ.
Umsóknir um hlutdeildarlán eftir landssvæðum
Svæði | Fjöldi umsókna | Lánsfjárhæð |
---|---|---|
Höfuðborgarsvæði | 65 | 911.511.563 kr. |
Vaxtarsvæði utan höfuðborgarsvæðis | 11 | 107.790.000 kr. |
Landsbyggð utan vaxtarsvæða | 3 | 31.200.000 kr. |
Samtals | 79 | 1.050.501.563 kr. |
Opnað verður aftur fyrir nýtt umsóknartímabil hlutdeildarlána í byrjun desember 2024. Nánari upplýsingar verða veittar síðar.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS