1. júlí 2024

89% landsmanna með virka brunavarnaáætlun

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Á árinu 2024 hafa brunavarnaáætlanir Slökkviliðs Akureyrar og Fjarðabyggðar verið samþykktar af HMS og viðkomandi sveitarstjórn. Með þessu er hlutfall landsmanna með virka brunavarnaáætlun komið upp í 89% og hefur aldrei verið hærra. Í lok árs 2023 voru 83% landsmanna með virka brunavarnaáætlun.

Búist er við að fleiri slökkvilið fái brunavarnaáætlanir samþykktar í haust, sem mun auka þetta hlutfall enn frekar. Að hafa samþykkta brunavarnaáætlanir er mikilvægt hagsmunamál fyrir íbúa landsins, þar sem þær tryggja betra öryggi íbúa landsins.

Markmið brunavarnaáætlunar er að tryggja að slökkvilið sé nægilega mannað, skipulagt, útbúið tækjum, menntað og þjálfað til að ráða við þær hættur sem steðja að í sveitarfélaginu. Á hverju starfssvæði slökkviliðs skal liggja fyrir brunavarnaáætlun sem fengið hefur samþykki HMS og viðkomandi sveitarstjórnar. Slökkviliðsstjóri vinnur brunavarnaáætlun sem er öflugt verkfæri til að ná fram yfirsýn yfir starfsemi og ástand slökkviliðs og hversu vel í stakk búið það er að takast á við hættur á sínu svæði. Brunavarnaáætlanir eru aðgengilegar á vefsíðu viðkomandi sveitarfélags en einnig eru þær birtar á vef HMS, hér.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS