Brunavarnaáætlanir

Markmið brunavarnaáætlunar er að tryggja að slökkvilið sé þannig mannað, skipulagt, útbúið tækjum, menntað og þjálfað að það ráði við þær áhættur sem eru í sveitarfélaginu.

Brunavarnaáætlanir eiga að stuðla að því að vernda líf og heilsu fólks, eignir og umhverfi með fullnægjandi eldvarnaeftirliti og viðbúnaði við eldsvoðum og mengunaróhöppum á landi.

Brunavarnaáætlanir gefa íbúum og stjórn sveitarfélagsins gott yfirlit yfir starfsemi og ástand slökkviliða og geta því orðið grunnur að gæðastjórnun og áætlun um endurbætur t.d. hvað varðar búnað, menntun og samstarf við aðra aðila. 

Einn mikilvægasti þáttur brunavarnaáætlunar er að gera sér grein fyrir hvar úrbóta er þörf og gera í kjölfarið verk- og kostnaðaráætlun þar að lútandi.

Hér að neðan má nálgast forsnið fyrir brunavarnaáætlun sem hægt er að nýta sér við gerð brunavarnaráætlana.
Forsnið fyrir brunavarnaáætlun.pdf | Forsnið fyrir brunavarnaáætlun.docx

Leiðbeiningar um gerð brunavarnaáætlana

Leiðbeiningar um gerð brunavarnaáætlana má finna í skjali 6.042 Leiðbeiningar um efni og gerð brunavarnaáætlana

Leiðbeiningar um gerð brunavarnaáætlana

Leiðbeiningar um gerð brunavarnaáætlana má finna í skjali 6.042 Leiðbeiningar um efni og gerð brunavarnaáætlana

Bruna­varna­á­ætl­an­ir í gildi

SvæðiGildistími
Brunavarnir Suðurnesja2021-2025
Slökkvilið Vestmannaeyja2021-2026
Slökkvilið Grindavíkur2022-2026
SHS (Höfuðborgarsvæðið)2018-2024
Slökkvilið Skagafjarðar2019-2023
Slökkvilið Langanesbyggðar2018-2023
Slökkvilið Skaftárhrepps2019-2023
Slökkvilið Norðurþings2020-2025
Slökkvilið Ísafjarðar2020-2025
Slökkvilið Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar2020-2025
Slökkvilið Grundarfjarðar2021-2026
Slökkvilið Snæfellsbæjar2022-2026
Brunavarnir Rangárvallasýslu2021-2026
Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðasveitar2022-2026
Brunavarnir Dala, Reykhóla og Stranda2022-2026
Slökkvilið Grýtubakkahrepps / Grenivík2022-2026
Slökkvilið Fjallabyggðar2022-2026
Brunavarnir Austur - Skaftafellssýslu2023-2028
Brunavarnir Húnaþings vestra2023-2027
Slökkvilið Vesturbyggðar og Tálknafjarðar2023-2028

Bruna­varna­á­ætl­an­ir ekki í gildi

SvæðiGildistími
Brunavarnir Árnessýslu2015-2020
Slökkvilið Dalvíkur2015-2020
Slökkvilið Fjarðabyggðar2015-2020
Brunavarnir Austur-Húnvetninga2004-2009
Slökkvilið Bolungarvíkur2007-2012
Slökkvilið Súðavíkurhrepps2008-2013
Slökkvilið Borgarbyggðar2014-2019
Brunavarnir á Austurlandi
Slökkvilið Kaldrananeshrepps
Slökkvilið Skagaströnd
Slökkvilið Mýrdalshrepp2018-2022
Slökkvilið Akureyrar2018-2022
Brunavarnir Stykkishólms og nágrennis