BURÐUR

Samstarfsvettvangur mannvirkjarannsókna og prófana

BURÐUR

Ljósmynd: Eyþór Bjarki Sigurbjörnsson
BURÐUR

Samstarfsvettvangur mannvirkjarannsókna og prófana

BURÐUR

Ljósmynd: Eyþór Bjarki Sigurbjörnsson

Um Burð

Um Burð

Húsnæðis og mannvirkjastofnun (HMS) ber að annast og stuðla að rannsóknum á sviði húsnæðis- og mannvirkjamála í samvinnu við hagsmunaaðila.  

Vinna við Vegvísi að mótun rannsóknaumhverfis leiddi til stofnunar Burðar, miðlægs samstarfsvettvangs um mannvirkjarannsóknir og prófanir, sem tengir saman stjórnvöld, menntastofnanir og atvinnulíf.  

Burður er hluti af stærra ferli sem þegar er hafið við mótun starfsumhverfis íslenskrar mannvirkjagerðar til framtíðar, sbr. Vegvísir að breyttu byggingareftirliti. Þannig felst meginmarkmiðið með uppbyggingu og þróun Burðar í að bæta rannsóknaumhverfi mannvirkjagerðar. Bætt rannsóknaumhverfi er einn af fimm aðskildum áherslum sem ætlað er að auka skilvirkni, samræmingu, gæði, sjálfbærni og neytendavernd í mannvirkjagerð: 

  1. Mannvirkjaskrá – umsókn um byggingarleyfi á einum stað  
  2. Sjálfbærari mannvirkjagerð  
  3. Bætt rannsóknaumhverfi mannvirkjagerðar  
  4. Dregið úr reglubyrði  
  5. Breytt byggingareftirlit 

Samstarfsvettvangurinn mun efla og samræma rannsóknir og prófanir í húsnæðis- og mannvirkjagerð á Íslandi. Þar að auki mun hann bæta samnýtingu innviða, stuðla að skilvirkri nýtingu opinberra fjármuna og miðla þekkingu úr rannsóknarumhverfinu.  

Rekstraraðili Burðar verður HMS en hlutverk stofnunarinnar felst í að tryggja virkt samstarf og uppbyggingu samstarfsvettvangsins.

Eftirfarandi mynd sýnir skipulagið á starfsemi Burðs við stofnun þess en uppleggið er í stuttu máli eftirfarandi: 

  • Stýrihópur: Myndaður af fulltrúum frá félags- og húsnæðismálaráðuneytinu (FRN), menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytinu (MNH), háskólasamfélagi, atvinnulífi og HMS. Tilgangur hans er að fylgja eftir og styðja við starf starfsamstarfsvettvangsins. 
  • Vísindaráð: Myndað af fulltrúum háskólasamfélags, atvinnulífs og stjórnvalda. Greinir rannsóknaþörf mannvirkjageirans hverju sinni og hefur yfirsýn yfir fagþekkingu á markaði. 
  • Rekstraraðili: HMS. Hlutverkið felst einkum í að tryggja öflugt og virkt samstarf ólíkra hagaðila og um leið uppbyggingu vettvangsins. 
  • Fimm lykilþættir rannsóknaumhverfis eru í forgrunni, þ.e. rannsakendur, búnaður, gögn, fjármögnun ásamt miðlun og innleiðingu: Þessa lykilþætti þarf að efla markvisst og styðja við með aðkomu ólíkra hagaðila. Þannig næst slagkraftur í samstarfið með tilheyrandi ávinningi fyrir alla. 

Hlutverk, markmið og framtíðarsýn voru mótuð eftir kynningar við allt að 90 hagaðila. 

Verkefni og vörður verða unnar á vinnustofum á næstu vikum en þegar liggja fyrir verkefni og áhersluþættir frá uppgjöri á aðgerðum vegvísis.

Helstu verk­efni úr upp­gjöri veg­vís­is

Aðgerðir úr Vegvísi að mótun rannsóknaumhverfis mannvirkjagerðar var gerður upp í sérstakri skýrslu Vegvísir að mótun rannsóknaumhverfis mannvirkjargerðar: Uppgjör aðgerða og nýr farvegur.

Helstu aðgerðir sem fara í nýjan farveg hjá Burði eru:

  • Rannsóknir unnar í samræmi við rannsóknaþörf í húsnæðis- og mannvirkjagerð. 
  • Rannsóknaþörf uppfærð af vísindaráði. 
  • Miðlægt vefsvæði um rannsóknir þróað áfram og byggt upp. 
  • Stuðningur við Vísindagarða við að efla Calira (áður Clustermarket) með því að hvetja hagaðila til að skrá rannsókna- og prófunarbúnað sinn og e.a. tengda þjónustu. Kortleggja síðan aðgengilegan búnað á Íslandi og stuðla að aukinni samnýtingu hans.  
  • Kostnaðargreining á rannsóknaþörf og uppbyggingu á rannsóknainnviðum. 
  • Farvegur fyrir samræmdar verklýsingar.
  • Greining á umhverfi mannvirkjarannsókna í nágrannaríkjum og rannsóknaumhverfi innlendra atvinnugreina: Hvað virkar vel? Hvað ber að varast? O.s.frv. 
  • Greining á fleiri leiðum til fjármögnunar á rannsóknum og þær virkjaðar e.a. 
  • Áframhaldandi samtöl og samstörf við innlenda og erlenda aðila vegna prófanna á byggingarvörum. 

Mark­mið Burð­ar

Að efla slagkraft, sýnileika og samhæfingu rannsókna og prófana.  
Að stuðla að betri byggingum, öruggari mannvirkjum og sjálfbærari þróun með því að sameina þekkingu, innviði og fjármögnun í öflugan vettvang. 

Hlutverk Burðar  

Að móta eftirsóknarvert umhverfi fyrir rannsakendur með því að tryggja fyrirsjáanleika í rannsóknarþörf, fjármögnun, nýliðun og langtímahugsun í greininni.   

Að auka aðgengi að rannsóknar- og prófunarbúnaði með með skráningu á búnaði í sameiginlegan grunn, samnýtingu búnaðar, gegnsæjum kostnaði og faglegri þjónustu við notendur hans.  

Að gera gögn aðgengileg og á því formi sem samræmist þörfum notenda. Tengja og miðla þeim gagnabönkum sem til eru og styðja við nýja. 

Að tryggja fjármagn  og forgangsröðun til lykilrannsókna og þróunar- og nýsköpunarverkefna í takti við þarfir samfélagsins hverju sinni.

Að tryggja að nýjungar og nýsköpun skili sér til markaðarins með því að miðla og innleiða betur nýja þekkingu og gera fræðslu og leiðbeiningar aðgengilegri. 

Fram­tíð­ar­sýn Burð­ar til 2028 

Að samstarfsvettvangurinn hafi fest sig í sessi með markvissri uppbyggingu rannsóknaumhverfis í húsnæðis- og mannvirkjagerð, í samræmi við sameiginlega sýn hagaðila.   

Að kominn sé aukinn slagkraftur og sýnileiki í húsnæðis- og mannvirkjarannsóknir og prófanir.  

Að meira fjármagn sé tryggt til að sinna nauðsynlegum rannsóknum ásamt því að efla þróun og nýsköpun greinarinnar. 

 

Teymi Starfs­um­hverf­is mann­virkja­gerð­ar hjá HMS sem vinna að verk­efn­um Burð­ar

Tengilið­ir Burð­ar hjá HMS

Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, verkefnastjóri Burðar.
Elín Þórólfsdóttir, teymisstjóri Starfsumhverfis mannvirkjagerðar.

Hægt er að senda almennar fyrirspurnir varðandi Burð á netfangið burdur@hms.is