Nýtt um­sókn­ar­við­mót bygg­ing­ar­leyfa

location-svg

Veffundur

9:00

Upplýsingar

location-svg

Veffundur

9:00

10

des.

HMS og Samband íslenskra sveitarfélaga bjóða á sameiginlegan veffund 10. desember næstkomandi þar sem fjallað verður um nýtt viðmót byggingarleyfa hjá HMS sem hefur verið í þróun frá árinu 2023.

Til að byrja með mun viðmótið eingöngu taka á móti umsóknum um byggingarleyfi og er einungis komið í virkni hjá Reykjanesbæ, sem var samstarfsaðili okkar í þróuninni, en vinna er hafin við innleiðingu hjá fleiri sveitarfélögum. Í næsta áfanga verkefnisins á árinu 2025 tekur við þróun á afgreiðsluviðmóti sveitarfélaganna á byggingarleyfum og verður það bylting bæði fyrir notendur og í vinnuumhverfi byggingarfulltrúa og starfsfólks sveitarfélaga. 

Á fundinum verður viðmótið kynnt og staðan í dag og þá framtíðarsýn sem HMS hefur í tengslum við verkefnið, sem ber heitið Byggingarleyfi á Íslandi - allt á einum stað, og áframhaldandi þróun mannvirkjaskrár. Einnig verður farið yfir áætlaðar tímalínur í verkefninu og undirbúning innleiðingar hjá sveitarfélögunum.

Skráning á fundinn

Nauðsynlegt er að skrá sig til að fá fundarboð

Dagskrá fundar

  • Sagt frá þróunar- og innleiðingarferli hjá tilraunasveitarfélaginu Reykjanesbæ.
  • Farið yfir áfangaskiptingu verkefnisins, tímalínu og framtíðarsýn.
  • Sýnt verður inn í nýja umsóknarviðmótið og farið stuttlega yfir þær hugmyndir sem við höfum varðandi afgreiðsluviðmót sveitarfélaga.
  • Rætt um undirbúning sveitarfélaganna fyrir innleiðingarvinnu og hugmyndir um röðun innleiðingar.

 

Nánari upplýsingar um viðburðinn á vefsíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga.