Loksins eitt umsóknarkerfi byggingarleyfa fyrir öll sveitarfélög – opinn fundur
Borgartún 21
13:00
Upplýsingar
Borgartún 21
13:00
1
okt.
Fundurinn verður miðvikudaginn 1. október kl. 13:00 í húsakynnum HMS að Borgartúni 21. Hægt er að skrá sig á viðburðinn með því að smella á hnappinn hér að neðan, en einnig verður hægt að fylgjast með fundinum í streymi.
HMS boðar til opins fundar í tilefni af því að Reykjavíkurborg hefur tekið í notkun samræmt umsóknarviðmót fyrir byggingarleyfi. Nú er hægt að sækja um hjá Reykjavík ásamt 13 öðrum sveitarfélögum hér. Með þessum breytingum er HMS að stuðla að styttri afgreiðslufresti, einfaldari samskiptum og aukinni sjálfvirkni.
Viðburðurinn markar tímamót í innleiðingu verkefnisins Byggingarleyfi á Íslandi – allt á einum stað, sem er eitt skref í stærri vegferð HMS til að móta framtíðar starfsumhverfi íslenskrar mannvirkjagerðar.
Dagskrá
- Ávarp ráðherra
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra - Ávarp Reykjavíkurborgar
Líf Magneudóttir, formaður Borgarráðs Reykjavíkur - Kynning HMS - Eitt umsóknarkerfi byggingarleyfa fyrir öll sveitarfélög
Hugrún Ýr Sigurðardóttir, teymisstjóri HMS - Pallborðsumræður
Jón Björn Hákonarson, stjórnarformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga
Jón Ólafur Ólafsson, arkitekt hjá Batteríinu
Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs hjá Samtökum iðnaðarins
Þórunn Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri sviðs mannvirkja og sjálfbærni hjá HMS
Fundarstjóri verður Jónas Atli Gunnarsson teymisstjóri HMS
Nú eru komin inn 14 sveitarfélög eða 44,8% af íbúðafjölda landsins og munu enn fleiri tengjast á næstunni. Nánar má lesa um verkefnið hér.
Sveitarfélög þar sem umsóknarviðmót er aðgengilegt
- Árneshreppur
- Dalabyggð
- Fljótsdalshreppur
- Húnabyggð
- Kaldrananeshreppur
- Langanesbyggð
- Norðurþing
- Reykhólahreppur
- Reykjanesbær
- Reykjavíkurborg
- Súðavíkurhreppur
- Strandabyggð
- Tjörneshreppur