Veð­leyfi án íbúð­ar­kaupa

Veð­leyfi án íbúð­ar­kaupa

Veðleyfi án íbúðarkaupa

HMS er heimilt að veita veðleyfi fyrir láni á undan öllum almennum lánum HMS án þess að um íbúðarkaup sé að ræða að ákveðnum skilyrðum. 


Eft­ir­tal­in skil­yrði verða að vera upp­fyllt til þess að heim­ilt sé að veita veð­leyfi: 
  • Sameiginleg uppreiknuð fjárhæð eftirstöðva láns/lána hjá HMS og framar áhvílandi lána má ekki verða hærri en hámarkslán á hverjum tíma.
  • Sameiginlegar uppreiknaðar fjárhæðir eftirstöðva lánsins/lánanna hjá HMS og framar áhvílandi lána mega ekki fara yfir 80% af markaðsverði eignarinnar.
  • Mat á umsóknum um veðleyfi og afgreiðsla þeirra fer að öðru leyti fram með það að markmiði að jafnræðis sé gætt og að ákvarðanir samræmist hagsmunum HMS og reglum stjórnar HMS.
 
HMS er heim­ilt að veita veð­leyfi á und­an öll­um al­menn­um lán­um nema þess­um:
  • Lánum frá Byggingarsjóði verkamanna.
  • Lánum til leiguíbúða eða búseturéttaríbúða.
  • Landsbyggðarlánum.
  • Óheimilt er að víkja fyrir gjaldeyrislánum.
  • Óheimilt er að veita veðleyfi vegna endurfjármögnunar lausaskulda. 
  • Ekki er heimilt að víkja fyrir lánsveði (sömu aðilar þurfa að vera lántakendur og þinglýstir eigendur eignar).
 
Fylgi­gögn
  • Ef samanlögð fjárhæð nýs láns og eldri lána HMS fer upp yfir 80% af fasteignamati íbúðar þarf verðmat viðkomandi eignar.
  • Sé beiðnin gerð í tengslum við kaupsamning þarf ekki verðmat fasteignasala. Þá þarf að senda afrit kaupsamnings.
  • Nýtt/ný lán : Ljósrit af lánsloforði eða afrit af skuldabréfi.
  • Afrit af greiðslumati.
  • Eldra lán: Útprentun á stöðu lánsins úr tölvukerfi skuldareigandans og ljósrit af skuldabréfi/-bréfum.
  • Upplýsingar um ráðstöfun láns/lána sem óskað er eftir veðleyfi fyrir og eiga að fara fram fyrir ÍLS veðbréfi/veðbréfum í veðröð.

Ekki þarf að skila inn verðmati ef sameiginleg uppreiknuð fjárhæð eftirstöðva lána (sem færa á aftar í veðröð) og nýs láns rúmast innan 80% af fasteignamati eignarinnar. Gjald er tekið fyrir veitingu veðleyfa, samkvæmt gjaldskrá HMS. Gjaldinu er bætt inn á lánið sem veðleyfi er veitt fyrir framan og kemur til innheimtu á næsta gjalddaga þess.

 

HMS er heimilt að hafna því að víkja í veðröð ef vanskil á lánunum eru slík að greiðsluáskorun hefur verið send út vegna lána HMS á viðkomandi eign.

Umsókn um veðleyfi án íbúðarkaupa