Gjalddagabreyting
Gjalddagabreyting
HMS býður viðskiptavinum sem eru með gjalddaga á lánum sínum annan dag en 1. hvers mánaðar (t.d. 15. hvers mánaðar) að færa gjalddagann til 1. hvers mánaðar.
Nýr gjalddagi verður færður til næstu mánaðarmóta eftir að þinglýst skjöl berast HMS og lengist því lánstími um 2 vikur.
Þar sem vextir eru greiddir eftir á getur vaxtatímabil fyrsta gjalddaga eftir breytingu styst eða lengst eftir því hvenær breytingin er framkvæmd þannig að gjalddaginn verður annað hvort lægri eða hærri en hefðbundinn gjalddagi.
Þegar umsókn hefur verið samþykkt er gefin út skilmálabreyting sem þarf svo að undirrita og þinglýsa. Kostnaður við þinglýsingu hjá sýslumanni er kr. 2.700,- og greiðist hann af umsækjanda.
Gjald vegna skjalagerðar er kr. 3.000,- og leggst sá kostnaður á næsta gjalddaga eftir breytingu.
Skilyrði fyrir skilmálabreytingu er að lán sé í skilum.
Ef annað skuldabréf er áhvílandi á eign á eftir skuldabréfi frá HMS þarf síðari veðhafi að árita samþykki sitt á skilmálabreytinguna.
Umsækjanda ber að greiða áfram af láni eins og áður þangað til breyting á láni hefur verið framkvæmd.