11. júlí 2022

Vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð í Samráðsgátt

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð hefur verið birtur á Samráðsgátt Stjórnvalda.

Opið er fyrir umsagnir til og með 31. ágúst 2022. Allir áhugasamir aðilar eru hvattir til að senda inn umsögn.

 

Vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð 2030 var unninn á vegum verkefnisins Byggjum grænni framtíð, sem er samstarfsvettvangur stjórnvalda og byggingariðnaðarins um vistvæna mannvirkjagerð. Samstarfið á rót sína að rekja til aðgerðar C.3 í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Um 200 hagaðilar úr allri virðiskeðju mannvirkjageirans komu að vinnunni.

 

Í Vegvísinum er losun íslenskra bygginga tekin saman auk þess sem markmið eru sett fram um að draga úr þeirri losun til 2030 og aðgerðir skilgreindar til að ná þeim markmiðum.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS